Hvernig á að hekla í hring án þess að enda umferðina
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla í hring án þess að enda umferðina. Við höfum nú þegar heklað loftlykkjuröð og byrjum myndbandið á að tengja loftlykkjuröðina í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. Eftir það er 1. umferð hekluð þannig:
Heklið 2 loftlykkjur (koma í stað 1. stuðul), heklið 1 hálfan stuðul í hverja loftlykkju þar til heklað hefur verið í allar loftlykkjurnar, heklið 2 hálfa stuðla um 2 loftlykkjur frá byrjun umferðar. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar þannig að auðvelt sé að sjá hvar umferðin byrjar. Nú á að hekla í hring án þess að enda umferðina.
Í 2. umferð er fyrsti stuðull heklaður í 2. loftlykkju frá byrjun á 1. umferð, heklið 1 stuðul í hvern hálfan stuðul. Umferðin endar ekki eins og venjulega, heldur er 1. stuðull í byrjun á næstu umferð heklaður í 1. stuðul frá fyrri umferð. Eftir það er heklað í hring með 1 stuðul í hvern stuðul.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndirnar að neðan.