Hvernig á að fækka lykkjum fyrir V-hálsmáli
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum lykkjum fyrir V-hálsmáli, sem m.a. er í vestinu «Unexpected» í DROPS 218-21. Við prjónum einungis síðasta hlutann á framstykki þar sem við sýnum hvernig við prjónum 5 lykkjur garðaprjón yfir miðjulykkjur, setjum hægra framstykki á þráð, fækkum um 1 lykkju á undan / á eftir 5 lykkjum í garðaprjóni og tökum upp lykkjur aftan við lykkjur í garðaprjóni neðst niðri í v-hálsmáli. Við notum lykkjufjöldann frá minnstu stærðinni, en höfum ekki eins margar umferðir á milli úrtöku.
Þetta vesti er prjónað úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk, en í myndbandinu notum við bara eina gerð að garni; DROPS Nepal.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.