Klukkuprjón

Uppgötvaðu ýmsar aðferðir fyrir klukkuprjón / English rib (einnig þekkt sem Brioche), prjónaaðferð sem felur í sér að nota af og til tvöfalda lykkjur til að búa til sýnilegt röndótt mynstur á verkið þitt.

Myndbönd: 23
7:03
Hvernig á að prjóna tveggja lita klukkuprjón með b-lit í kantlykkjum og litaskiptum

Í þessu DROPS myndband sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita klukkuprjón í röndum þar sem prjónað er með b-lit í kanti/kantlykkjur og hvernig hægt er að tvinna þræðina saman við litaskipti til að koma í veg fyrir göt. Kanturinn/kantlykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓNI = sléttar lykkjur í hverri umferð. UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit. Skiptið um lit, en tvinnið þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni. Steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón, færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu. UMFERÐ 2 (rétta): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. UMFERÐ 3 (frá röngu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit, skiptið yfir í aðallit, munið eftir að tvinna þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni, steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón. Færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá röngu. UMFERÐ 4 (frá röngu): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. Endurtakið umferð 1-4. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.