Hvernig á að prjóna stuttar umferðir með japanskri aðferð
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum stuttar umferðir með japanskri aðferð. Við höfum nú þegar prjónað smá stykki í sléttprjóni og höldum áfram með myndbandið þannig:
Prjónið slétt þar til 5 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki (notið prjónamerki eða nælu) á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerkið hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerki hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið slétt þar til 10 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerki hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til 10 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerki hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið slétt t.o.m. lykkju með prjónamerki, lyftið lykkju með merki af prjóni og setjið á vinstri prjón, takið prjónamerki frá, prjónið þessa og næstu lykkju slétt saman, gerið það sama með næsta prjónamerki frá réttu, prjónið slétt út umferðina, snúið við, prjónið brugðið t.o.m. lykkju með prjónamerki, takið næsta prjónamerki af prjóni, lyftið lykkju með merki og setjið yfir á vinstri prjón, takið prjónamerki af, steypið til baka lausu lykkjunni á vinstri prjóni, prjónið þessar tvær brugðið saman, gerið það sama með næsta prjónamerki frá röngu. Prjónið brugðið út umferðina.