Short Rows

Myndbönd: 11
13:07
Hvernig á að prjóna ermi í flík með evrópskri öxl með stuttum umferðum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum upp lykkjur fyrir ermi, prjónaðar eru stuttar umferðir, lykkjum fækkað undir ermi, lykkjur auknar út á undan stroffi, skipt er yfir í styttri prjón og smá brot af affellingu (fellt er af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur). Setjið 1 prjónamerki efst í handvegi (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, en nokkra cm neðar á framstykki, þetta er mitt ofan á öxl). Byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp þann fjölda lykkja sem stendur í mynstri hringinn í handvegi – passið uppá að prjónaðar séu upp jafnmargar lykkjur hvoru megin við prjónamerki meðfram handvegi. Prjónið sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form. Eftir það er prjónað í hring með úrtöku undir ermi. Fylgið útskýringu í mynstri hvernig stuttar umferðir eru prjónaðar, hversu mörgum sinnum úrtaka er gerð, hversu lengi á að prjóna ermina fyrir stroff. Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

9:57
Hvernig á að prjóna stuttar umferðir með japanskri aðferð

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum stuttar umferðir með japanskri aðferð. Við höfum nú þegar prjónað smá stykki í sléttprjóni og höldum áfram með myndbandið þannig: Prjónið slétt þar til 5 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki (notið prjónamerki eða nælu) á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerkið hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerki hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið slétt þar til 10 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerki hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til 10 lykkjur eru eftir, snúið við, setjið prjónamerki á þráðinn frá dokkunni lengst inn við stykkið (prjónamerki hangir á bakhlið á stykki), lyftið lykkju með merki af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Prjónið slétt t.o.m. lykkju með prjónamerki, lyftið lykkju með merki af prjóni og setjið á vinstri prjón, takið prjónamerki frá, prjónið þessa og næstu lykkju slétt saman, gerið það sama með næsta prjónamerki frá réttu, prjónið slétt út umferðina, snúið við, prjónið brugðið t.o.m. lykkju með prjónamerki, takið næsta prjónamerki af prjóni, lyftið lykkju með merki og setjið yfir á vinstri prjón, takið prjónamerki af, steypið til baka lausu lykkjunni á vinstri prjóni, prjónið þessar tvær brugðið saman, gerið það sama með næsta prjónamerki frá röngu. Prjónið brugðið út umferðina.

21:49
Hvernig á að fella af fyrir hæl með stuttum umferðum í DROPS 131-25

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af fyrir hæl með stuttum umferðum sem prjónaðar eru fram og til baka í sokknumm í DROPS 131-25. Við höfum nú þegar prjónað stroff þar til það mælist 12 cm. Prjóni áfram frá réttu þannig: * Prjónið 6 lykkju slétt, snúið við og prjónið 3 lykkju slétt til baka, aukið út með því að prjóna 2 lykkjur slétt í síðustu lykkju í umferð, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. * Prjónið 8 lykkjur slétt, snúið við og prjónið 6 lykkjur slétt til baka, fellið af með því að prjóna saman 3 síðust lykkjur slétt saman, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur – setjið prjónamerki í þessa umferð – héðan er nú mælt. Næsta umferð er prjónuð frá röngu: * Prjónið 6 lykkjur brugðið, snúið við og prjónið 5 lykkjur brugðið til baka, aukið út með því að prjóna 2 lykkjur brugðið í síðustu lykkju í umferð, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum. * Prjónið 8 lykkjur brugðið, snúið við og prjónið 6 lykkjur brugðið til baka, fellið af með því að prjóna síðustu 2 lykkjur brugðið saman, snúið við *, endurtakið alls 4 sinnum = 18-18-19 lykkjur. Þessir sokkar eru prjónaðir úr DROPS Polaris, en í myndbandinu prjónum við með; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.