Hvernig á að prjóna evrópska öxl með útaukningu fyrir handveg og fram- og bakstykki er sett saman
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fitjum upp lykkjur á milli framstykkja, aukum út lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið og hvernig við prjónum saman framstykkin með bakstykki.
Frá réttu, prjónið lykkjur á hægra framstykki, fitjið upp nýjar lykkjur (lesið í mynstri hversu margar lykkjur) og prjónið lykkjur sem sitja á þræði / lykkjuhaldara á vinstra framstykki. Framstykkin hafa nú verið sett saman. Prjónið sléttprjón fram og til baka að uppgefnu máli (11 cm í þessu myndbandi), mælt yst meðfram handvegi. Nú er aukin út 1 lykkja í hvorri hlið, aukið er út á undan 3 lykkjum í hvorri hlið, lesið ÚTAUKNING að neðan. Aukið í annarri hverri umferð eins mörgum sinnum og stendur í mynstri. Haldið áfram í sléttprjóni að því máli sem stendur í mynstri (15 cm í þessu myndbandi).
Nú eru fitjaðar upp nýjar lykkjur undir fyrri erminni, prjónið lykkjur frá bakstykki og fitjið upp nýjar lykkjur undir annarri erminni. Setjið stykkið saman og fylgið útskýringu fyrir fram- og bakstykki í mynstri. Þegar framstykkið er lagt yfir bakstykkið, passið uppá að toppurinn á handvegi sé ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, en nokkra cm niður á framstykki.
Framstykkið er lengra en bakstykkið.
ÚTAUKNING frá réttu:
Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn um framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.
Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.
Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.