Evrópsk öxl

Horfðu á kennslumyndböndin okkar til að læra evrópska axlaprjónatækni - hönnun þar sem öxlin er færð fyrir aftan á bakið. Það er auðveldara en þú heldur!

Myndbönd: 8
10:02
Hvernig á að prjóna evrópska öxl með útaukningu fyrir handveg - Bakstykki

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum fyrsta hluta á bakstykki með útaukningu fyrir handveg í peysu með evrópskri öxl. Lykkjur eru auknar út bæði frá réttu og röngu. Við aukum út á undan / eftir 3 lykkjur í þessu myndbandi, en þetta getur verið mismunandi á milli mynstra. Eftir að lykkjur hafi verið auknar út í réttan lykkjufjölda, er prjónað áfram án útaukninga og eitt prjónamerki er sett í hlið (hliðar), stykkið er nú mælt áfram héðan. Útskýring frá hvar eigi að mæla frá getur verið mismunandi á milli mynstra. Þegar réttum lykkjufjölda og lengd hefur verið náð (í þessu myndbandi 5 cm), er byrjað á að auka út lykkjur fyrir handveg. Aukið er út eins og áður að réttum lykkjufjölda og cm máli. Þráðurinn er klipptur frá og lykkjur settar á þráð / lykkjuhaldara. Lykkjur eru auknar út frá réttu þannig: Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Lykkjur eru auknar út frá röngu þannig: Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

10:50
Hvernig á að prjóna evrópska öxl með útaukningu fyrir handveg - Framstykki

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum upp lykkjur meðfram vinstri öxl á bakstykki og prjónum vinstra framstykki. Við sýnum hvernig auka á út fyrir hálsmáli eftir 3 fyrstu lykkjur frá réttu. Eftir það er prjónað fram og til baka og aukið út fyrir hálsmáli að uppgefnum lykkjufjölda og máli í mynstri. Þráðurinn er klipptur frá og lykkjur settar á þráð / lykkjuhaldara. Síðan er framstykkið prjónað á sama hátt, en aukið er út fyrir hálsmáli í lok umferðar frá réttu og aukið er út á undan síðustu 3 lykkjum. En eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Lykkjur eru auknar út frá réttu þannig: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

9:02
Hvernig á að prjóna evrópska öxl með útaukningu fyrir handveg og fram- og bakstykki er sett saman

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fitjum upp lykkjur á milli framstykkja, aukum út lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið og hvernig við prjónum saman framstykkin með bakstykki. Frá réttu, prjónið lykkjur á hægra framstykki, fitjið upp nýjar lykkjur (lesið í mynstri hversu margar lykkjur) og prjónið lykkjur sem sitja á þræði / lykkjuhaldara á vinstra framstykki. Framstykkin hafa nú verið sett saman. Prjónið sléttprjón fram og til baka að uppgefnu máli (11 cm í þessu myndbandi), mælt yst meðfram handvegi. Nú er aukin út 1 lykkja í hvorri hlið, aukið er út á undan 3 lykkjum í hvorri hlið, lesið ÚTAUKNING að neðan. Aukið í annarri hverri umferð eins mörgum sinnum og stendur í mynstri. Haldið áfram í sléttprjóni að því máli sem stendur í mynstri (15 cm í þessu myndbandi). Nú eru fitjaðar upp nýjar lykkjur undir fyrri erminni, prjónið lykkjur frá bakstykki og fitjið upp nýjar lykkjur undir annarri erminni. Setjið stykkið saman og fylgið útskýringu fyrir fram- og bakstykki í mynstri. Þegar framstykkið er lagt yfir bakstykkið, passið uppá að toppurinn á handvegi sé ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, en nokkra cm niður á framstykki. Framstykkið er lengra en bakstykkið. ÚTAUKNING frá réttu: Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn um framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

13:07
Hvernig á að prjóna ermi í flík með evrópskri öxl með stuttum umferðum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum upp lykkjur fyrir ermi, prjónaðar eru stuttar umferðir, lykkjum fækkað undir ermi, lykkjur auknar út á undan stroffi, skipt er yfir í styttri prjón og smá brot af affellingu (fellt er af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur). Setjið 1 prjónamerki efst í handvegi (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, en nokkra cm neðar á framstykki, þetta er mitt ofan á öxl). Byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp þann fjölda lykkja sem stendur í mynstri hringinn í handvegi – passið uppá að prjónaðar séu upp jafnmargar lykkjur hvoru megin við prjónamerki meðfram handvegi. Prjónið sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form. Eftir það er prjónað í hring með úrtöku undir ermi. Fylgið útskýringu í mynstri hvernig stuttar umferðir eru prjónaðar, hversu mörgum sinnum úrtaka er gerð, hversu lengi á að prjóna ermina fyrir stroff. Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.