Tie strings

Myndbönd: 5
6:51
Hvernig á að hekla sumarlegt armband með blómi

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera mjög einfalt en falleg armband með blómi. Við sýnum hvernig armbandið er heklað með DROPS Snow, en höfum notað DROPS Belle, heklunál nr 3,5 og tölur 15 mm stærð á öðru armbandinu á myndbandinu. ARMBAND: Heklið 14 loftlykkjur, 29 lausar loftlykkjur, snúið við, 1 keðjulykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í hverja af næstu 26 fastalykkjum, 1 keðjulykkja í næstu lykkju, snúið við, hoppið yfir 1 lykkju og heklið 1 keðjulykkju. Heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu fastalykkjum út umferðina, en endið á 1 keðjulykkju í síðustu lykkju. Heklið 14 loftlykkjur. Klippið frá og festið þráðinn (gerið e.t.v. hnút). BLÓM: Heklið 3 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: 1 loftlykkju, heklið 6 fastalykkjur um hringinn og endið á 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju frá byrjun umferð. UMFERÐ 2: 1 loftlykkja, í hverja fastalykkju út umferðina er heklað: 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, í 3. loftlykkju frá heklunálinni eru heklað 1 hálfur stuðull og 1 stuðull. Endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 6 blöð. Klippið frá og festið þráðinn. Saumið eina tölu í blómið og saumið blómið niður á bandið. Armbandið mælist 29 cm (án 14 cm bands til þess að hnýta saman með) og er ca 2 gr að þyngd (án tölu).