Hvernig á að prjóna A.1 í DROPS 145-18
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig byrjað er að prjóna poncho neðan frá og upp samkvæmt mynsturteikningu A.1 í DROPS 145-18, jafnframt því sem fitjaðar eru upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar. Við byrjum á því að sýna síðustu umferð sem prjónuð er í garðaprjóni með útaukningu rétt áður en byrjað er á mynsturteikningu A.1 neðst í hægra horninu.
UMFERÐ 1 í mynstureiningu er prjónuð þannig: Prjónið 2 nýjar lykkjur og fyrstu lykkju í mynstureiningu slétt, prjónið nú þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, * endurtakið frá *-* út umferðina, fitjið upp 2 nýjar lykkjur.
UMFERÐ 2-6 eru prjónaðar slétt í hverri umferð (munið eftir að fitja upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar).
UMFERÐ 7 í mynstureiningu er prjónuð þannig: Þær 2 nýju lykkjur eru prjónaðar áfram slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir sem prjónuð er slétt, fitjið upp 2 nýjar lykkjur.
UMFERÐ 8-12 er prjónuð slétt í hverri umferð (munið eftir að halda áfram að fitja upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar). Þetta poncho er prjónað úr DROPS Paris, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.