Hvernig á að prjóna domino ferninga
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum domino ferninga, einlita.
Við fitjum upp 5 lykkjur og setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju. Prjónið domino ferning þannig:
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið slétt.
UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina.
UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið slétt.
UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið slétt að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina.
Prjónið UMFERÐ 1-4 áfram til loka.
Í affellingarumferð er aukið út eins og venjulega í horni og uppslátturinn er felldur af jafn óðum (þetta er gert til að hornin verði ekki stíf). Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.