Hvernig á að auka út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út hvoru megin við merkiþráð með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. Aukið er út hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Heklið fram þar til 4 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, aukið út um 1 lykkju í næstu lykkju, heklið 6 lykkjur (merkiþráðurinn situr mitt á milli þessa 6 lykkja), aukið út um 1 lykkju í næstu lykkju (= 2 lykkjur fleiri við merkiþráðinn og alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.