Hvernig á að auka út í fölsku klukkuprjóni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig auka á út í fölsku klukkuprjóni og hvernig prjónað er á eftir útaukningu, eins og er t.d. í peysu DROPS 197-2 og pilsi í DROPS 197-37. Við byrjum með að prjóna 7 lykkjur falskt klukkuprjón áður en við aukum út þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að steypa uppslættinum og sléttu lykkjunni af prjóni. * Sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið sléttu lykkjuna og uppsláttinn slétt saman *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum = 5 lykkjur (= 4 útauknar lykkjur). Í næstu umferð eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í klukkuprjón (þannig: * 1 uppsláttur, steypið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. 1 uppsláttur, steypið yfir 1 lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi hana brugðna). Haldið áfram með klukkuprjóns mynstur. Prjónið klukkuprjón í næstu umferð þannig: * Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-* út umferðina.
Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.