Heklað skraut

Við erum með skref-fyrir-skref kennslumyndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu fríu heklumynstrunum okkar fyrir skraut / skreytingar, eins og blóm, hjörtu, jólaskraut og fleira...

Myndbönd: 105
17:09
Hvernig á að hekla blóm með 3D áhrifum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla fallegt blóm með 3D áhrifum. Heklið 10 loftlykkjur og tengið í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, 23 fastalykkjur í kringum hringinn, 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið 4 loftlykkjur, * 9 loftlykkjur (= loftlykkjubogi), hoppið yfir 2 fastalykkjur og heklið einn tvíbrugðinn stuðul í 3 fastalykkju *, endurtakið frá *-* 6 sinnum til viðbótar. Heklið 9 loftlykkjur, endið á 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar = 8 loftlykkjubogar. Heklið nú fram og til baka í kringum hvern loftlykkjuboga og tvíbrugðinn stuðul. RÖÐ 1: Heklið 12 fastalykkjur í kringum fyrsta loftlykkjuboga, 6 fastalykkjur niður í kringum tvíbrugðinn stuðul og endið á 1 fastalykkju í tvíbrugðinn stuðul, snúið við. RÖÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 3 fastalykkjum, 1 hálfur stuðull í næstu fastalykkju, 2 stuðlar í næstu fastalykkju, 1 stuðull og 1 tvíbrugðinn stuðull í næstu fastalykkju. Heklið nú aftan í lykkjubogann eftirfarandi: * 2 tvíbrugðna stuðla í næstu fastalykkju, 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* tvisvar sinnum til viðbótar. Heklið 2 tvíbrugðna stuðla í sömu fastalykkju, 1 tvíbrugðinn stuðul og 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 stuðla í næstu flastalykkju, 1 hálfan stuðul í næstu fastalykkju, 1 fastalykkju í næstu fastalykkju, 1 keðjulykkju í síðustu lykkju, snúið við. RÖÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir fyrstu lykkju og heklið fastalykkju í næstu 25 lykkjur. Brjótið saman stykkið til hægri og snúið upp og niður (blaðið að þér) og heklið 1 fastalykkju í 2 fastalykkjur sem eftir eru í umferð 2. Snúið við. RÖÐ 4: Heklið 1 loftlykkju, 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju, * 1 loftlykkju, 1 keðjulykkju *, endurtakið frá *-* út röðina, snúið við. RÖÐ 5: Heklið keðjulykkju í alla fremstu lykkjubogana frá RÖÐ 2 (nú er eitt blað heklað til loka). Endurtakið röð 1-5 7 sinnum til viðbótar, en endið á síðasta blómablaðinu með einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá RÖÐ 1. Skreytið gjarna blómið með perlu í miðjunni.

12:21
Hvernig á að hekla blóm með 6 blómablöðum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að hekla blóm með 6 blómablöðum. Heklið 6 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, 12 fastalykkjur í hringinn og endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið 4 loftlykkjur (koma í stað 1 tvíbrugðna stuðuls), 1 tvíbrugðinn stuðull í fyrstu fastalykkju, * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í sömu lykkju, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni *. Endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar og endið á 5 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í toppi á 1 tvíbrugðna stuðlahópnum = 6 tvíbrugðnir stuðlahópar. BLÓMABLAÐ: * Heklið 3 loftlykkjur, um 1. tvíbrugðna stuðlahóp frá fyrri umferð er heklað þannig: ** 9 stuðlar, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina í lokin og að draga þráðinn í gegn = 10 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum síðustu lykkju, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum næstu tvær lykkju, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum tvær næstu lykkjur, haldið svona áfram þar til þú hefur 1 lykkju eftir á heklunálinni **. Heklið 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í 3 loftlykkju frá heklunálinni. Heklið nú hringinn 2 tvíbrugðna stuðla í tvíbrugðna stuðlahópinn frá fyrri umferð alveg eins, heklið frá **-**. Heklið nú 1 keðjulykkju hringinn í 3 loftlykkju í byrjun umferð. 1 keðjulykkja í kringum toppinn á tvíbrugðna stuðlahópnum frá 2. umferð. Heklið 6 fastalykkjur í kringum loftlykkjuboga og endið á 1 keðjulykkju í topp á næsta tvíbrugðna stuðlahóp *. Endurtakið frá *-* 5 sinnum til viðbótar, en við síðasta blómið er endað á 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í umferð = 6 blómablöð. Grænu blómin eru hekluð úr DROPS Snow, en bleiku blómin eru hekluð úr DROPS Cotton Viscose.

10:49
Hvernig á að hekla sexhyrnt Afríkanskt blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum sexhyrnt Afríkanskt blóm. Heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju með LIT 1. UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðuls), 1 stuðul í hringinn, * 1 loftlykkja, 2 stuðlar í hringinn *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar. Heklið 1 loftlykkju og endið á 1 keðjulykkju í 3 loftlykkjur frá byrjun umferðar. Klippið frá. UMFERÐ 2: Skiptið yfir í LIT 2 og heklið 1 keðjulykkju um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðuls), 1 stuðull, 1 loftlykkja, 2 stuðlar í sama loftlykkjuboga. Heklið nú í næsta loftlykkjuboga þannig: * 2 stuðlar, 1 loftlykkja, 2 stuðlar *, endurtakið frá *-* í næsta loftlykkjuboga umferðina hringinn. Endið á 1 keðjulykkja í 3 loftlykkjur frá byrjun umferðar. UMFERÐ 3: 1 keðjulykkja í loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðuls), 6 stuðlar í sama loftlykkjuboga. Heklið * 7 stuðla í næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju með LIT 3 í 3 loftlykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá. UMFERÐ 4: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hvern af næstu 6 stuðlum, 1 stuðull á milli stuðla frá UMFERÐ 2 (laus stuðull), * 1 fastalykkja í næstu 7 stuðla, 1 stuðull á milli stuðla frá UMFERÐ 2 *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar með LIT 4. UMFERÐ 5: Heklið 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðul) 1 stuðull í hverja af næstu 4 fastalykkjum, 1 loftlykkja, 1 stuðull í sömu fastalykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 4 fastalykkjum, * 4 stuðlar, 1 loftlykkja, 1 stuðull í sömu flastalykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 4 fastalykkjum *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðull í hvern af næstu 4 stuðlum, 1 loftlykkja, 1 stuðull í sömu fastalykkju, 3 stuðlar í hverja af næstu 3 fastalykkjum og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá. Blómið er heklað úr DROPS Snow.

17:07
Hvernig á að hekla blómið friðarlilja

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú heklar friðarlilju. Við heklum úr DROPS Snow, en litla liljan er hekluð úr DROPS Safran, heklunál nr 3, litur nr 18, 11 og 31 og hún er ca 10 gr og mælist 27 cm. LITUR 1: Heklið 5 loftlykkjur og tengið í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1: 1 loftlykkja, 8 fastalykkjur í hringinn, 1 keðjulykkja í 1. fastalykkju í umferð, UMFERÐ 2: 2 loftlykkjur, 2 hálfir stuðlar í hverja af 3 næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í hvora af næstu 2 fastalykkjum, 2 hálfir stuðlar í hverja af næstu 3 fastalykkjum. Endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfa stuðul í umferð. UMFERÐ 3: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, 2 stuðlar í hverja af 4 næstu lykkju, 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, 2 hálfir stuðlar í hvora af næstu 2 lykkjum, endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfan stuðul í umferð. UMFERÐ 4: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, * endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfan stuðul í umferð. UMFERÐ 5: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, * endurtakið umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfa stuðul í umferð. UMFERÐ 6: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 4 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, * endurtakið umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfa stuðul í umferð. UMFERÐ 7: 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 22 lykkjum, 1 stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í 1. loftlykkju, 2 tvíbrugðnir stuðlar í sömu lykkju, 1 stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 21 lykkjum og endið á 1 keðjulykkja í 1. hálfa stuðul í umferð. Klippið frá, en skiljið eftir nægilega langan enda fyrir frágang. LITUR 2: Heklið 12 lykkjur, * 1 fastalykkja aftan í 2. loftlykkjur frá heklunálinni, síðan er hekluð 1 fastalykkja aftan í hverja loftlykkju í loftlykkjuröð, í síðustu loftlykkju eru heklaðar 2 fastalykkjur, snúið við og heklið fastalykkju í hverja loftlykkju í fremri loftlykkjuboga út umferðina, endið á 2 fastalykkjum í síðustu loftlykkju *. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og endið á 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferð, klippið frá *, en skiljið eftir nægilega langan enda til þess að sauma stykkið saman. Brjótið stykkið saman tvöfalt og saumið niður *. Klippið frá og festið enda. LITUR 3: Heklið 45 loftlykkjur. Heklið frá *-* . (Leggið e.t.v. vír innan í stykkið). Klippið frá og festið enda. Saumið stilkinn við blómið.

6:51
Hvernig á að hekla sumarlegt armband með blómi

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera mjög einfalt en falleg armband með blómi. Við sýnum hvernig armbandið er heklað með DROPS Snow, en höfum notað DROPS Belle, heklunál nr 3,5 og tölur 15 mm stærð á öðru armbandinu á myndbandinu. ARMBAND: Heklið 14 loftlykkjur, 29 lausar loftlykkjur, snúið við, 1 keðjulykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í hverja af næstu 26 fastalykkjum, 1 keðjulykkja í næstu lykkju, snúið við, hoppið yfir 1 lykkju og heklið 1 keðjulykkju. Heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu fastalykkjum út umferðina, en endið á 1 keðjulykkju í síðustu lykkju. Heklið 14 loftlykkjur. Klippið frá og festið þráðinn (gerið e.t.v. hnút). BLÓM: Heklið 3 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: 1 loftlykkju, heklið 6 fastalykkjur um hringinn og endið á 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju frá byrjun umferð. UMFERÐ 2: 1 loftlykkja, í hverja fastalykkju út umferðina er heklað: 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, í 3. loftlykkju frá heklunálinni eru heklað 1 hálfur stuðull og 1 stuðull. Endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar = 6 blöð. Klippið frá og festið þráðinn. Saumið eina tölu í blómið og saumið blómið niður á bandið. Armbandið mælist 29 cm (án 14 cm bands til þess að hnýta saman með) og er ca 2 gr að þyngd (án tölu).

13:11
Hvernig á að hekla fallegt blóm

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum fallegt blóm sem er í nokkrum af mynstrum okkar. Við sýnum byrjun og endi á hverri umferð. Heklið 4 loftlykkjur og tengið í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, 8 fastalykkjur um hringinn, endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið 6 loftlykkjur (= 1 stuðull + 3 loftlykkjur), * 1 stuðull í næstu fastalykkju, 3 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum og endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferð = 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, heklið nú um hvern loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 fastalykkju, 1 hálfan stuðul, 3 stuðlar, 1 hálfur stuðull og 1 fl, endið umferð á 1 keðjulykkju í byrjun á umferð = 8 blöð. UMFERÐ 4: Heklið 7 loftlykkjur, * 1 fastalykkja á milli 2 næstu blaða, 6 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun á umferð = 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 5: 1 loftlykkja, heklið áfram þannig um hvern loftlykkjuboga: 1 fastalykkja, 1 hálfur stuðull, 5 stuðlar, 1 hálfur stuðull og 1 fastalykkja, endið umferð með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun á umferð = 8 blöð. UMFERÐ 6: Heklið 10 loftlykkjur, * 1 fastalykkja á milli 2 næstu blaða, 9 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum, endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar = 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 7: 1 loftlykkja, heklið áfram þannig um hvern loftlykkjuboga: 1 fastalykkja, 1 hálfur stuðull, 1 stuðull, 5 tvíbrugðnir stuðlar, 1 stuðull, 1 hálfur stuðull og 1 fastalykkja, endið umferð með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun á umferð = 8 blöð. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.