Hekluð hjörtu

Lærðu hvernig á að hekla hjarta með kennslumyndböndunum okkar.

Myndbönd: 21
15:43
Hvenig á að hekla mörg hjörtu

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú heklar mörg hjörtu í sömu umferð, sem t.d. er hægt að nota þegar hekla á teppi. Fitjið upp þann fjölda lykkja sem er deilanlegur með 7 (+8) með grunnlit. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Við höfum fitjað upp 28 LAUSAR loftlykkjur (= 4 heil hjörtu) + 8 = 36 loftlykkjur. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðul í umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni. 1 stuðul í hverja af næstu 33 lykkjum = 34 stuðlar, skiptið um lit (hjartalit 1) þegar draga á þráðinn í gegn í lokin, klippið frá og snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (hjartaumferð): Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í 1. stuðul, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 5 lykkjur, * í næsta stuðul er heklað þannig: 2 stuðlar, 1 loftlykkja, 2 stuðlar, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 6 lykkjur *. Endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar, en í síðustu endurtekningunni er hoppað yfir 5 lykkjur (í stað 6 lykkjur) og heklið 2 stuðla í 3. loftlykkju frá fyrri umferð. Skiptið yfir í grunnlit þegar draga á þráðinn í gegn í lokin, snúið stykkinu. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 1. stuðul. Nú er heklað um loftlykkjurnar í umferðinni að neðan og í stuðlana 2 í umferðinni að neðan þannig: Hoppið yfir 1 stuðul 1 umferð að neðan og 1 stuðul 2 umferðum að neðan, heklið 1 stuðul í hvorna af næstu 2 stuðlum. * Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjuna í hjarta, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla í hjarta og 2 stuðla frá 2 umferð að neðan, 1 stuðull í hvorn af næstu 2 stuðlum, hoppið yfir 2 stuðla *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar. Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkju í hjarta, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla frá 2 umferð að neðan, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum, 1 loftlykkja og 1 fastalykkja í 3. loftlykkju, snúið stykkinu. UMFERÐ 4: Heklið 3 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu loftlykkju, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum. * 2 stuðlar um næsta loftlykkjuboga, 1 stuðul í næstu fastalykkju, 2 stuðlar í næsta loftlykkjuboga, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum *, endurtakið frá *-* 3 sinnum til viðbótar. Endið með 2 stuðla í síðustu lykkju og skiptið um lit (hjartalitur 2) þegar draga á þráðinn í gegn í lokin, snúið stykkinu og klippið frá. Endurtakið 2-4 umferð að óskaðri lengd. Við notum DROPS Snow frá Garnstudo í myndbandinu og það er DROPS Cotton Merino frá Garnstudio í litlu prufunni.