Hvernig á að prjóna þumal á vettling
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig prjóna á þumal á vettling.
Hér sýnum við hvernig aukið er út fyrir þumal með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við merkta lykkju, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður aftan í lykkjubogann til að koma í veg fyrir gat. Endurtakið útaukningu í næstu umferð og haldið síðan áfram hringinn í sléttprjón nokkrar umferðir (eða fylgið uppskrift). Þegar útaukning hefur verið gerð til loka eru allar útauknar lykkjur settar á kaðlaprjón eða á þráð, fitjið upp eina nýja lykkju (eða þann fjölda lykkja samkvæmt uppskrift) fyrir aftan þessar lykkjur og haldið áfram hringinn. Þegar búið er að prjóna vettlinginn eru þumalykkjur settar aftur á prjón og teknar eru upp lykkjur í kanti fyrir aftan þær. Prjónið nú þumal í hring í sléttprjóni. Þegar óskaðri lengd er náð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 hringinn. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið þráðinn að innanverðu á þumli.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.