Vettlingar - fyrir og eftir þæfingu
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við par af vettlingum fyrir og eftir þæfingu. Til að koma í veg fyrir að þumallinn þæfist saman, snúið vettlingnum við að röngu og setjið mjóan silkiborða meðfram þumlinum. Festið borðann með nælu – Athugið: Stingið nælunni lóðrétt inn í þumalfingursoddinn svo auðvelt sé að fjarlægja næluna eftir þæfingu. Snúið vettlingnum aftur við að réttu áður en þæft er.
1. Setjið vettlingana í þvottavél með ullarþvottaefni sem inniheldur hvorki ensím né ljósbleikiefni.
2. Þvoið við 40°C / 104°F, venjulega vindu, enginn forþvottur.
3. Teygið og mótið vettlingana í rétt mál meðan þeir eru enn blautir.
4. Ef vettlingarnir reynast of litlir: leggið þá í bleyti í vatni þar til þeir eru alveg blautir, teygið þá aftur í þá stærð sem þið viljið.
5. Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík.