Skýringar & Hjálp / Orðasafn

Orðasafn fyrir prjón & hekl

Sláðu inn orð eða skammstafanir í reitinn til að finna skýringu, samheiti, o.s.frv.

Eða sjá alla lista yfir orðin í þessu orðasafni hér að neðan.

2

2 lykkjur brugðnar saman: Hægt er að fækka lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman í 1 lykkju brugðið
+ lesa meira

2 umferðir garðaprjón: 2 umferðir garðaprjón eru prjónaðar fram og til baka slétt og mynda 1 garð. Þegar prjónað er í hring er prjónuð 1 umerð slétt + 1 umferð brugðið og þannig myndast 1 garður
+ lesa meira

⬆ efst

A

a-form: A-form er form á peysu með sniði sem er eins og stórt A, þ.e.a.s. sniðið er minna að ofan og verður breiðara jafnt yfir frá brjósti og niður að mitti.
+ lesa meira

aftari lykkjuboginn: Þegar maður prjónar/heklar í aftari lykkjubogann, er það í lykkjubogann sem er lengst frá þér þegar þú prjónar/heklar (hvort sem er þegar þú prjónar/heklar frá röngu eða réttu). Í prjóni er þetta einnig kallað prjónið snúið slétt eða prjónið snúið brugðið.
+ lesa meira

alls: Alls þýðir samalagður fjöldi.
+ lesa meira

alpakka (trefjar): Alpakka ullin er með náttúrulegum trefjum sem kemur frá Alpakka (Alpaca) og er með áferð sem er svipuð og ull af kind. Mýktin stjórnast af smáu þvermáli trefjana sem eru í merinoullinni. Garnið er slitsterkt, mjúkt og úr náttúrulegum trefjum. Alpakka trefjarnar henta ekki til þæfingar og hnökra ekki, garnið getur verið létt eða þungt eftir því hversu hart það er spunnið.
+ lesa meira

axlasaumur: Axlasaumur er þegar axlastykkin frá fram- og bakstykki eru saumuð saman.
+ lesa meira

⬆ efst

B

bakstykki: Bakstykki er stykkið aftan á baki eins og t.d. á peysu
+ lesa meira

berustykki: Berustykki er efsta stykkið á peysu sem inniheldur bæði fram- og bakstykki og ermar. Berustykkið er yfir brjóstin.
+ lesa meira

bolur: Skilgreining á fram- og bakstykki
+ lesa meira

brómberjamynstur: Brómberjamynstur er aðferð sem myndar litlar kúlur formaðar eins og brómber eða jafnvel poppkorn
+ lesa meira

brugðin lykkja: Brugðin lykkja er aðferð í prjóni og sýnir lykkju sem er formuð eins og lítil perla
+ lesa meira

⬆ efst

C

chainette: Chainette garn er með mjög einstaka byggingu, þar sem þræðirnir mynda einskonar keðju með holu í kjarna. Flíkur sem unnar eru úr þessu garni eru með teygjanleika og svona pluch tilfinningu. Chainette garn gefur fallegar skýrar lykkjur, sem gerir það að verkum að kaðlar og fléttur sjást betur.
+ lesa meira

⬆ efst

D

dominoferningar: Domino prjón myndar mynstur og er aðferð þar sem litlir ferningar eru prjónaðir saman og mynda dominoferninga
+ lesa meira

⬆ efst

E

ein stærð: Ein stærð er skilgreining á þegar stærð á stykki er einungis gefin upp í einni stærð.
+ lesa meira

endurtakið frá *-*: Endurtakið frá stjörnu til stjörnu, sem þýðir að lykkjur sem eru prjónaðar á milli tveggja stjarna eru endurteknar.
+ lesa meira

ermakúpa: Ermakúpa er efsti hluti á ermi sem er formaður til að passa yfir öxl og inn í handveg
+ lesa meira

⬆ efst

F

faldur: Faldur er þegar stykkið er dregið saman/brotið uppá hluta til að forma flíkina til
+ lesa meira

fastalykkja: Fastalykkja er aðferð í hekli.
+ lesa meira

fella af: Þegar ljúka á prjónuðu stykki á að fella lykkjurnar af svo að þær rakni ekki upp.
+ lesa meira

ferningur: Ferningur er prjónaður eða heklaður fram og til bak, í hring eða þversum, við erum með fullt af tillögum
+ lesa meira

fitja upp: Að fitja upp þýðir að myndaðar eru nýjar lykkjur sem á að prjóna/hekla.
+ lesa meira

fjöldi umferða á hæð: Mynsturteikning er prjónuð eða hekluð yfir ákveðinn fjölda umferða á hæðina
+ lesa meira

frágangur: Þegar stykki er full klárað og setja þarf tvö eða fleiri stykki saman með því að sauma, prjóna eða hekla stykkin saman.
+ lesa meira

fremri lykkjuboginn: Þegar prjónað/heklað er í fremri lykkjubogann, er það boginn á lykkjunni sem er næst þér þegar þú prjónar/heklar (hvort sem prjónað er frá réttu eða frá röngu)
+ lesa meira

fyrri umferð: Umferðin á undan þessari umferð.
+ lesa meira

⬆ efst

G

gagnstæð hlið: Þegar prjónuð eru framstykki á peysu, þá þarf að fella af fyrir handveg á gagnstæðri hlið við hitt framstykkið.
+ lesa meira

garnflokkur: Allt DROPS garnið er flokkað í sex mismunandi flokka eftir grófleika (frá A til F). Garn í sama flokki hefur sömu prjónfestu og er því hægt að nota í sömu uppskriftir; en lengdin á garninu getur verið mismunandi, athugaðu því vel hversu marga metra af garni þú þarf að nota ef þú skiptir út garni fyrir eitthvert annað.
+ lesa meira

garðaprjón: 1 garður = 2 umferðir : Önnur hver umferð er slétt og brugðin - séð frá réttu. Þegar prjónað er fram og til baka: Prjónið 2 umferðir slétt. Þegar prjónað er í hring: Prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið.
+ lesa meira

gatamynstur: Gatamynstur er prjónað/heklað eftir mynsturteikningu eða útskýringu í uppskrift og myndar mynstur með götum
+ lesa meira

⬆ efst

H

hálfur stuðull: Hálfur stuðull aðferð í hekli. Hálfur stuðull er líkur stuðli nema bandið er dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni samtímis, þannig að hálfur stuðull er styttri en stuðull
+ lesa meira

handvegur: Handvegur er formaður eins og op undir hvorri ermakúpu þar sem ermin á að passa inn og er saumuð við í fram- og bakstykki.
+ lesa meira

heklunál: Heklunálin er nál/prjónn með krók á endanum, hægt er að gera alls konar heklaðar aðferðir og mynstur með heklunál
+ lesa meira

hjálparprjónnn: Hjálparprjónn er snúningslaga prjónn sem er notaður þegar prjónaðir eru kaðlar, prjóninn heldur lykkjunum sem eru í bið og eru prjónaðar síðar.
+ lesa meira

hnappagat: Hnappagöt eru oftast prjónuð í kanti hægra megin á dömu peysum og vinstra megin á herra peysum
+ lesa meira

hoppið yfir: Þegar hoppað er yfir lykkju í mynstri, þá er lykkjan ekki prjónuð
+ lesa meira

hringprjónn: Hringprjónn eru tveir prjónar sem tengdir eru saman með snúru, prjóninn er notaður þegar prjónað er í hring, einnig er hægt að prjóna með hringprjóni þegar prjónað er fram og til baka
+ lesa meira

hægri prjónn: Hægri prjónn situr í hægri hendi.
+ lesa meira

hæll: Lykkjur á sokkum eru formaðar til þannig að þær myndi hæl og hægt er að gera hæl á marga vegu.
+ lesa meira

⬆ efst

J

jafnt yfir: Oftast er aukið út eða lykkjum fækkað jafnt yfir í umferð.
+ lesa meira

⬆ efst

K

kantlykkja: Kantlykkja getur verið ein eða fleiri lykkjur sem eru yst á prjóni, sem eru prjónaðar öðruvísi en hinar lykkjurnar.
+ lesa meira

kantur að framan: Kantur að framan er með ákveðinn fjölda lykkja sem stendur í uppskrift og eru lykkjur sem eru yst framan á peysu, uppgefinn fjöldi lykkja er mismunandi eftir mynstrum.
+ lesa meira

kaðall: Kaðall er aðferð sem mynda litla kaðla sem fléttast í hvern annan.
+ lesa meira

keðjulykkja: Keðjulykkja er aðferð í hekli og er notuð þegar tengja á stykki saman (t.d. eins og að tengja lokin á umferð við byrjun á umferð þegar heklað er í hring).
+ lesa meira

klauf: Klauf er smá op í hlið á peysu, topp eða op í hálsi
+ lesa meira

klippa upp: Hægt er að velja að prjóna allt stykkið í hring á hringprjón og klippa síðan upp fyrir handveg, kant að framan eða op í hálsi í lokin.
+ lesa meira

klippið frá: Þegar þráðurinn er klipptur frá í prjónuðu/hekluðu stykki, þá þarf að þræða þræðinum inn í stykkið með nál og festa vel svo að stykkið rakni ekki upp.
+ lesa meira

klukkuprjón: Klukkuprjón er aðferð í prjóni.
+ lesa meira

kögur: Kögur eru lafandi þræðir sem eru settir saman við frágang á stykki og eru til skrauts t.d. á treflum, teppum og sjölum.
+ lesa meira

körfumynstur: Körfumynstur er áferða mynstur, hægt er að prjóna og hekla þessa aðferð
+ lesa meira

kúla: Hópur af lykkjum saman. Mynstur þar sem lykkjurnar mynda kúlu.
+ lesa meira

⬆ efst

L

laskalína: Laskalína myndar línu þar sem ermi er sett saman við fram- og bakstykki og vísar upp að hálsi. Með laskalínu (laskaúrtöku, laskaútaukningu) þá passar flíkin betur og ermarnar verða ekki eins víðar í handveg.
+ lesa meira

leggsaumur: Leggsaumur er saumað spor og notað þegar saumað er út í prjónað stykki eftir að stykkið hefur verið klárað
+ lesa meira

lengd: Stykki er mælt í lengd sem oft þýðir á hæðina (ofan frá og niður).
+ lesa meira

loftlykkja: Loftlykkja er aðferð í hekli. Loftlykkja samanstendur af litlum hringlaga lykkjum sem geta myndað keðju fram að næstu lykkju
+ lesa meira

loftlykkja: Loftlykkja er einföld hekluð lykkja. Þegar heklaðar eru margar loftlykkjur á eftir hverri annarri myndast keðja til að ná fram að næstu lykkju
+ lesa meira

lykkjubogi: Lykkja er með 2 lykkjubogum: Fremri lykkjuboginn er næst þér og sá aftari er fjær
+ lesa meira

lykkjuhaldari: Lykkjuhaldari eru stór öryggisnæla sem er notuð til að setja fleiri eða færri lykkjur á sem eru í bið.
+ lesa meira

⬆ efst

M

mál: Flest DROPS mynstrin sýna mál á stykkinu eftir stærðum í mynsturteikningu neðst í uppskrift.
+ lesa meira

meðtalið, þ.m.t: Þar með talið er meðtalið innihald.
+ lesa meira

micron: Micron eða míkrómeter er mæling sem er notuð til að ákvarða þvermál ullartrefja. Þvermál trefjanna er notað til að ákvarða gildi og gæði trefja.
+ lesa meira

moebius: Moebius var þýskur stærðfræðingur sem var fæddur í byrjun 1800, sem þróaði töfralaga hring sem þessi aðferð er byggð á
+ lesa meira

mohair (trefjar): Mohair kemur frá Angora geitinni og trefjarnar eru flokkaðar sem lúxus trefjar. Trefjarnar eru jafn hlýjar og ull en mikið léttari. Mohair er slitsterkt, mjög gott til litunnar og þæfist ekki auðveldlega. Það myndast sérstakur glans á garnið þegar ljósið endurkastast á trefjunum. Þrátt fyrir að þetta séu töluvert harðar trefjar, þá er mohair oftast spunnið með mjög loftkenndu garni, með því er hægt að ná fram hlýjum, léttum og loftkenndum peysum.
+ lesa meira

mynstur: Með því að vinna með nokkrum litum eða mismunandi prjónaðferðum, þá er hægt að mynda mismunandi mynstur.
+ lesa meira

mynstureining: Mynsturteikning sýnir hvernig mynstrið er endurekið, hvernig það byrjar og endar. Í uppskrift stendur hversu oft mynstureiningin er endurtekin.
+ lesa meira

mynsturkantur: Mynsturkantur er stykki með mynstri, sem skreytir flík eins og neðst á búk, kant framan á peysu eða neðst á húfu
+ lesa meira

mynsturteikning: Mynsturteikning sýnir oftast rúður með táknum sem eru útskýrð í uppskrift, þegar prjónað/heklað er eftir mynstri sem á að endurtaka
+ lesa meira

⬆ efst

O

oddatala: Oddatala er ójafn fjöldi lykkja á prjóni, ekki er hægt að deila með tveimur.
+ lesa meira

ofan frá og niður: Þegar prjónað/heklað er ofan frá og niður, þá er auðveldara að stýra lend/sídd á ermum, skálmum eða sídd á peysum.
+ lesa meira

⬆ efst

Ö

ömmuferningur: Ömmuferningar eru litlir sígildir heklaðir ferningar sem heklaðir eru frá miðju og út. Þessir ferningar eru mikið notaðir í teppi, margir litlir ferningar heklaðir/saumaðir saman.
+ lesa meira

önnur hver: Önnur hver lykkja, eða í aðra hverja lykkju
+ lesa meira

⬆ efst

Ó

ósamhverft: Ósamhverft er form án samhverfu, þetta getur verið peysa sem er ekki eins á báðum hliðum
+ lesa meira

⬆ efst

P

perluprjón: Perluprjón er aðferð í prjóni þar sem prjónað er slétt og brugðið. Í næstu umferð er prjónað slétt yfir brugðnar lykkjur og brugðið yfir sléttar lykkjur.
+ lesa meira

polyamid (trefjar): Polyamid trefjar eru betur þekktar sem nylon, mjög slitsterkar og léttar trefjar (hægt að þvo í þvottavél og þurrka í þurrkara) teygjanlegar sem er fullkomið að blanda með öðrum trefjum þegar framleiða á t.d. sokkagarn.
+ lesa meira

prjónamerki: Prjónamerki eru sett í stykkið til að afmarka staði sem sem prjóna eða hekla á í umferð og auðveldara sé að finna aftur. Prjónamerkin eru sett í stað sem mæla á frá eða til að merkja byrjun á mynstri eða umferð.
+ lesa meira

prjónar: Það þarf minnst 2 prjónatil að prjóna með, hægt er að nota, bandprjóna, sokkaprjóna eða hringprjóna
+ lesa meira

prjónað í hring: Hægt er að prjóna í hring bæði með sokkaprjónum og hringprjónum. Prjónað er í sömu prjónstefnu allan tímann án þess að snúa við og prjóna til baka. Prjónað er allan tímann frá réttu.
+ lesa meira

prjónfesta: Prjónfesta útskýrir hversu margar lykkjur eiga að vera á 10 cm á hæðina og á breiddina. Mikilvægt er að halda sig við þá prjónfestu sem er gefin upp í mynstri, til að fá sama mál og gefið er upp í mynsturteikningu. Ef of margar lykkjur eru á 10 cm verður stykkið og lítið og þá er hægt að prufa með grófari prjónum. Ef og fáar lykkjur eru á 10 cm verður stykkið of stórt og hægt er að prufa með grófari prjónum.
+ lesa meira

prjónið til baka: Prjónið til baka, oft notað þegar prjónaðar eru stuttar umferðir og snúið er við í stykkinu.
+ lesa meira

⬆ efst

R

ranga: Rangan er aftan á stykki, bakhlið sem snýr inn í peysu
+ lesa meira

rétta: Réttan snýr fram á stykki og sú hlið sem á að sjást
+ lesa meira

⬆ efst

S

silki (trefjar): Silki þráður eru fínar samfelldar trefjar framleiddar úr þráðum af púpu silkiorms. Silki lirfan er ræktuð á meðan villiskilki eða tussah silki er sótt úr villtri náttúrunni. Silki þráðurinn er einn af sterkustu náttúrulegu trefjunum okkar og myndar fallega gljáandi áferð. Fallegt er að sameina silki með öðrum þráðum sérstaklega ull. Silkið verður sérstaklega fallegt þegar það er litað.
+ lesa meira

sjalkragi: Sjalkragi er form á kraga á flík sem nær beint upp og í kringum háls, oft stendur kraginn út aftan í hnakka
+ lesa meira

slétt: Prjónið slétt (gagnstæðan við að prjóna lykkjuna brugðið).
+ lesa meira

slétt lykkja: Slétt lykkja er lykkja prjónuð slétt
+ lesa meira

sléttprjón: Sléttprjón er þegar prjónað er slétt frá réttu og brugðið frá röngu. Þegar prjónað er í hring á hringprjón/sokkaprjóna eru allar lykkjur prjónaðar slétt.
+ lesa meira

sléttprjón prjónað í hring: Sléttprjón er prjónað slétt í hverri umferð þegar prjónað er í hring á hringprjón/sokkaprjóna
+ lesa meira

sokkaprjónar: Sokkarprjónar eru 5 stuttir prjónar í setti með oddi á báðum endum, þeir eru notaðir þegar prjóna á minni stykki í hring t.d. sokka, vettlinga og ermar.
+ lesa meira

spegilmynd: Þegar prjónuð/hekluð eru 2 framstykki, þá speglast annað þeirra miðað við hitt. Stykkin verða spegilmynd af hvoru öðru.
+ lesa meira

staðsetning á mynstri: Stundum er mikilvægt að staðsetja mynstur fyrir miðju á ermi til að það komi fallega út
+ lesa meira

steypa lykkju yfir: Þegar steypa á óprjónaðri lykkju yfir er hægri prjóni stungið í lykkjuna eins og prjóna eigi hana slétt og í stað þess að prjóna lykkjuna er henni steypt yfir á hægri prjón.
+ lesa meira

steypið lykkju yfir: Þegara fækka á lykkjum eða fella af lykkju er oft tekin 1 óprjónuð lykkja, lykkja prjónuð og síðan er óprjónuðu lykkjunni steypt yfir prjónuðu lykkjuna. Þannig hefur fækkað um eina lykkju.
+ lesa meira

stroff: Stroffprjón samanstendur af sléttum og brugðnum lykkjum, stroff er mjög teygjanlegt og er oftast notað framan á ermum, nest á peysum, í köntum og neðst á húfum.
+ lesa meira

stroffprjón: Þegar prjónað er stroffprjón eru lykkjurnar prjónaðar til skiptis slétt og brugðið.
+ lesa meira

stuttar umferðir: Stuttar umferðir eru þegar snúið er við í stykki og prjónað til baka, áður en prjónað er að kanti (til loka umferðar). Þegar stuttar umferðir eru prjónaðar verður stykkið breiðara í þeirri hlið þar sem fleiri umferðir eru prjónaðar.
+ lesa meira

stuðull: Stuðull er aðferð í hekli
+ lesa meira

superwash: Superwash er meðhöndlun á ullargarni sem gerir það að verkum að hægt er að þvo það í þvottavél án þess að það skreppi saman eða verði ónýtt. Margir vilja ekki nota ullargarn því að það skreppur svo saman (á meðan aðrir vilja þæfðar flíkur) en með Superwash meðhöndlaðri ull þá er hægt að vinna með þessum fínu trefjum án þess að óttast að flíkin styttist við fyrsta þvott.
+ lesa meira

⬆ efst

T

taka upp lykkjur: Þegar maður tekur upp lykkjur í stykki er auðveldara að forma það til - eins og t.d. í sokkum, þá eru lykkjur teknar upp hvoru megin við hæl.
+ lesa meira

tapaðar lykkjur: Tapaðar lykkjur geta verið lykkjur sem maður hefur misst niður og tekur aftur upp. Eða þegar prjónaðar eru tapaðar lykkjur eða langar lykkjur í mynstri, þar sem slegið er uppá prjóninn og uppslátturinn látinn falla niður í næstu umferð.
+ lesa meira

til skiptis: Hægt er að gera úrtöku/útaukningu til skiptis hægra megin og vinstra meginn við prjónamerki
+ lesa meira

tvíbrugðinn stuðull: Tvíbrugðinn stuðull er aðferð í hekli.
+ lesa meira

⬆ efst

U

umferð: Umferð er prjónuð fram og til baka, önnur hver umferð er prjónuð frá réttu og frá röngu. Umferð prjónuð í hring er prjónuð í sömu prjónstefnu allan tíman (oftast frá réttu).
+ lesa meira

uppábrot: Uppábrot er þegar kantur er brotinn upp að röngu.
+ lesa meira

uppsláttur: Hægt er að fjölga lykkjum með því að slá uppá prjóninn. Slegið er uppá hægri prjón, þá myndast auka lykkja á hægri prjóni sem er prjónuð eins og venjuleg lykkja í næstu umferð.
+ lesa meira

⬆ efst

Ú

úrtaka: Þegar úrtakan er gerð þá verða færri lykkjur, hægt er að gera úrtöku á mismunandi vegu.
+ lesa meira

útaukning: Þegar auka á út lykkjum eru auknar út nýjar lykkjur í viðbót við þær sem eru á prjóninum, það eru margar aðferðir notaðar við að auka út lykkjum
+ lesa meira

⬆ efst

V

vasi: Hægt er að gera vasa á marga vegu, hægt er að hekla/prjóna vasana innan í stykki eða sauma utan á, einnig er hægt að gera falska vasa.
+ lesa meira

vinkilprjón: Vinkilprjón er þegar prjónað er á ská með því að auka út í annarri hliðinni á meðan lykkjum er fækkað í hinni. Vinkilprjón er oft prjónað frá horni að horni.
+ lesa meira

⬆ efst

Y

yfirvídd: Yfirvídd eða brjóstvídd er fjöldi cm um brjóstið. Í DROPS mynstrunum þá finnur þú mál á stykkinu neðst í hverri uppskrift, til að fá fram yfirvíddina þá tekur þú breiddina á stykkinu og margfaldar með 2.
+ lesa meira

⬆ efst

Þ

þríbrugðinn stuðull: Þríbrugðinn stuðull er aðferð í hekli
+ lesa meira

⬆ efst