Hvernig á að prjóna smockmynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum smockmynstur. Með því að prjóna smockmynstur myndast upphækkað demanta mynstur. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 22 lykkjur. Mynstrið er deilanlegt með 3 + 1.
UMFERÐ 1 (rétta): 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt.
UMFERÐ 2 (ranga): 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 3 lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-2 til að prjóna stroffprjón.
UMFERÐ 1 smockmynstur, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, stingið prjóninum inn eftir 4. lykkju á vinstri prjóni, (eftir 2. lykkju slétt) sækið þráðinn, staðsetjið þráðinn eins og ein lykkja á vinstri prjóni, prjónið þessa og fyrstu lykkju slétt saman, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt * endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt.
Prjónið 5 umferðir stroffprjón eins og áður.
UMFERÐ 2 smockmynstur, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: * Stingið prjóninum inn eftir 4. lykkju, (eftir 2. lykkju slétt) sækið þráðinn, staðsetjið þráðinn eins og ein lykkja á vinstri prjóni, prjónið þessa og fyrstu lykkju slétt saman, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, sækið þráðinn eftir 4. lykkju (síðasta lykkja á prjóni), staðsetjið þráðinn eins og ein lykkja á vinstri prjóni, prjónið þessa og fyrstu lykkju slétt saman, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt.
Prjónið 5 umferðir stroffprjón eins og áður.
Endurtakið smockmynstur til skiptis í 6. hverri umferð.