Smock lykkja

Lærðu mismunandi aðferðir við að smeygja lykkju yfir með kennslumyndböndunum okkar.

Myndbönd: 8
4:43
Hvernig á að prjóna smock mynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum smock mynstur (býkúpumynstur). Þetta mynstur er prjónað með hjálparprjóni (plús 1 kantlykkja í hvorri hlið í garðaprjóni í hverri umferð).Við höfum þegar prjónað 1 mynstureiningu af mynstri samtals 2 umferðir af næstu mynstureiningu og við byrjum nú frá umferð 3 neðst til hægri þannig: UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju, setjið 2 lykkjur á hjálparprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni. Setjið 2 lykkjur á hjálparprjón framan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni, 1 kantlykkja. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið 1 kantlykkju, prjónið brugðið út umferðina, 1 kantlykkja. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju, prjónið slétt út umferðina, 1 kantlykkja. UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið eins og umferð 4. UMFERÐ 7 (rétta): Prjónið 1 kantlykkju, setjið 2 lykkjur á hjálparprjón framan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni. Setjið 2 lykkjur á hjálparprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni, 1 kantlykkja. UMFERÐ 8 (ranga): Prjónið eins og umferð 4. Nú höfum við prjónað 2 mynstureiningar á hæðina af þessu fallega mynstri. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

8:10
Hvernig á að prjóna smockmynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum smockmynstur. Með því að prjóna smockmynstur myndast upphækkað demanta mynstur. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 22 lykkjur. Mynstrið er deilanlegt með 3 + 1. UMFERÐ 1 (rétta): 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 2 (ranga): 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 3 lykkjur slétt. Endurtakið umferð 1-2 til að prjóna stroffprjón. UMFERÐ 1 smockmynstur, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, stingið prjóninum inn eftir 4. lykkju á vinstri prjóni, (eftir 2. lykkju slétt) sækið þráðinn, staðsetjið þráðinn eins og ein lykkja á vinstri prjóni, prjónið þessa og fyrstu lykkju slétt saman, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt * endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt. Prjónið 5 umferðir stroffprjón eins og áður. UMFERÐ 2 smockmynstur, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: * Stingið prjóninum inn eftir 4. lykkju, (eftir 2. lykkju slétt) sækið þráðinn, staðsetjið þráðinn eins og ein lykkja á vinstri prjóni, prjónið þessa og fyrstu lykkju slétt saman, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, sækið þráðinn eftir 4. lykkju (síðasta lykkja á prjóni), staðsetjið þráðinn eins og ein lykkja á vinstri prjóni, prjónið þessa og fyrstu lykkju slétt saman, prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt. Prjónið 5 umferðir stroffprjón eins og áður. Endurtakið smockmynstur til skiptis í 6. hverri umferð.