Hvernig á að hekla framlengda stuðlalykkju
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum framlengda stuðlalykkju. Við höfum nú þegar heklað 2,5 umferðir með framlengdum stuðlalykkjum. Bregðið þræðinum um heklunálina, dragið heklunálina i gegnum næstu lykkju, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna = 3 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 1. lykkjuna á heklunálinni = 3 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum á ný um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 lykkjur á heklunálinni = 2 lykkjur á heklunálinni. Bregðið að lokum þræðinum um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 lykkjurnar á heklunálinni = 1 framlengd stuðlalykkja.
Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow.