frá:
554kr
per 10 g
Innihald: 60% Cupro, 40% Málmþræðir
Þyngd/lengd: 10 g = ca. 700 metrar
Meðhöndlun: Þvoið í höndunum, hámark 30°C
Made in: Turkey
Uppruni hráefnis: Cupro og málmþráður frá Tyrklandi
Glitrandi þráður í 10 gramma spólum, DROPS Glitter er fullkomin leið til að gera hvaða mynstur sem er sérstaklega spennandi!
Sett saman við nánast hvaða garn sem er, mun það gefa flíkinni glansandi, glitrandi áhrif.
Sem mælikvarði á notkun getur fullorðinspeysa tekið allt að um það bil 1-2 spólur af DROPS Glitter.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Þvoið í höndunum, hámark 30°C
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Gill wrote:
Hi - I can’t get into the spool of drops glitter? I simple can’t find the starting thread? I’d be really grateful for advice on how to find the start of the thread please? Here’s hoping… Many thanks.
14.11.2024 - 18:20DROPS Design answered:
Dear Gill, the thread is joined quite tightly because it's very delicate and, if it were loose, the spool would fall apart, instead of keeping its shape. There should always be a loose end, but it may be covered by a few layers of thread; pass the hand over the sides of the spool until you find a slightly looser thread and follow it until you get to the end. Happy knitting!
17.11.2024 kl. 18:51Angela Boer wrote:
Goeden dag Ik heb een vraag over de drops glitter. Komt deze ook in meerdere kleuren? Ik heb nu goud en zilver maar zou graag ook paars en blauw gebruiken. Mvg. Angela
22.07.2022 - 15:18DROPS Design answered:
Dag Angela,
Nee, DRIOS glitter hebben we helaas alleen in goud, zilver en rood.
24.07.2022 kl. 13:13MARTIN wrote:
Bonjour, comment laver un pull tricoté en coton Drops Safran mélangé à un fil Glitter ? Je vous remercie.
18.07.2022 - 10:19DROPS Design answered:
Bonjour Martin, il est préférable de laver à la main, en raison du fil Glitter.
24.07.2022 kl. 19:38Louise Nielsen wrote:
Ich habe 2 Spulen Glitter Silber gekauft. Eine Spule wiegt 18 Gramm; die andere nur 16. Ich brauche etwa 700 Meter pro Projekt für zwei verscheidende Projekte. Warum ist das Unterschied so groß pro Spule? Was wiegt die Spule selber? (so dass ich herausfinden wie viel Glitzerfaden es gibt). Jetzt bin ich nervös dass ich nicht genug habe. Der Preis ist gestiegen von 2.40 chf zu 2.90 chf gestiegen und ich bin recht enttäuschst mit das Unterschied von Spule -Gewicht.
12.05.2022 - 13:39DROPS Design answered:
Liebe Frau Nielsen, das Gewicht ist immer ungefähr + oder - 10%; die Länge sollte aber richtig sein. Viel Spaß beim stricken!
13.05.2022 kl. 15:04Paola Bacciarelli wrote:
Mi riferisco al filato Drops Glitter. Mediamente per un maglion taglia S quanto ne occorre? E per una taglia L? Ringrazio anticipatamente
11.02.2022 - 09:33DROPS Design answered:
Buonasera Paola, solitamente il filato Glitter viene usato in abbinamento ad un altro filato per impreziosire il lavoro. In ogni caso per un aiuto così personalizzato può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
14.02.2022 kl. 18:37Marianne wrote:
Hei! Er det meningen at glittertråden skal strikkes dobbelt fra snella? Det er ikke mulig å finne en enkel ende å starte på den jeg har kjøpt. Eller er det noen smarte triks for å finne begynnelsen på tråden?
02.02.2022 - 09:33DROPS Design answered:
Hei Marianne. På Glitter er nok det vanskelig å finne enden. Skal du strikke/hekle med 2 tråder Glitter kan du snurre opp halve "nøstet" på en tom trådsnelle eller lignedne, slik at du har 2 "nøster"med Glitter når du skal strikke/hekle. mvh DROPS Design
07.02.2022 kl. 08:29Patricia Findlay wrote:
Is it possible to block a shawl with the glitter yarn knitted in? Or will it not stretch enough?
11.01.2022 - 10:16DROPS Design answered:
Dear Mrs Findlay, depending on how far you will have to strecht it, it might be wise to try on a swatch first, so that you will be sure. Happy knitting!
12.01.2022 kl. 07:53Heleen Blom wrote:
Voor patroon 89-22 wordt aangegeven glitter nr 04 en 07. Ik kan niet vinden waar ik dit kan kopen Is het ook mogelijk om de glitter weg te laten, of is er een ander alternatief?
09.09.2021 - 12:15DROPS Design answered:
Dag Heleen,
Deze kleuren zijn inderdaad uit de handel. Je kan het ook weg laten, daar verandert het patroon of de stekenverhouding niet door. Of je kiest een van de andere glitter kleuren, bijvoorbeeld nr 01 (zilver) of 02 (goud).
23.09.2021 kl. 15:05Janet Buckland wrote:
If garment knitted with glitter gets washed at 40 degrees what will happen to the glitter
02.09.2021 - 17:06DROPS Design answered:
Dear Mrs Buckland, if you work together a superwash yarn with a yarn that should be washed by hand, always wash the finished piece by hand, following the instructions to this yarn (and not to the superwash yarn). Happy knitting!
03.09.2021 kl. 07:36Simone wrote:
Liebes Drops Team, wie muss ich bei der Berechnung für eine Garn Alternative auch Drops Glitter mit einbeziehen? Brauche Garn D+Gltter. Z.B. B+A=D muss ich noch etwas dazu nehmen? Lieben Gruß
01.09.2021 - 20:05DROPS Design answered:
Liebe Simone, wenn Sie Glitter stricken, will Ihre Maschenprobe nicht ändern, Glitter ist sehr dünn und bringt nur glänzend Effekt - siehe auch im Video. Viel Spaß beim stricken!
02.09.2021 kl. 09:35Irene Bowker wrote:
I have some Drops Kid Silk yarn but find it too fine (lacks body) when knitted. If I add Drops glitter to the Kid Silk how much will it alter my tension? Do you have any other suggestions please
05.07.2021 - 17:22DROPS Design answered:
Dear Mrs Bowker, DROPS Glitter doesn't alter the tension, it's a very thin thread that adds a touch of shiny and glittery effect. Feel free to contact your DROPS store - even per mail or telephone - it will be easier for them to find you the best solution. Happy knitting!
06.07.2021 kl. 09:34Jette wrote:
Woll-Elli verkauft das Glitzergarn für 2€ statt angegebener 1€ DROPS Glitter
24.01.2021 - 13:49DROPS Design answered:
Liebe Jette, danke für Ihre Rückmeldung, Laden schreiben wir, damit sie ihre Preisen akualisieren. Viel Spaß beim stricken!
25.01.2021 kl. 13:39Margarita Sanchez wrote:
Como compro estos hermosos hilos por favor puedo?????
06.01.2021 - 16:35DROPS Design answered:
Hola Margarita. Puedes pedir la lana aquí: https://www.garnstudio.com/findastore.php?s=w&cid=23
31.01.2021 kl. 20:05Karin Brekke Larsen wrote:
Har søkt mange steder , men finner ikke Drops Glittertråd farge nr.09 sort. Har dere noen tips hvor jeg kan få kjøpt denne fargen.
22.11.2020 - 21:13DROPS Design answered:
Hei Karin. Dessverre, men sort glittertråd er utgått fra vårt sortiment. Ta kontakt med div butikker og hør om de har noe igjen. Ellers så er sosiale medier et sted der man kan spørre andre forbrukerer. Der er det veldig mange som hjelper hverandre med garnetterlysninger og har gode tips. God Fornøyelse!
24.11.2020 kl. 07:47Decam Olivia wrote:
Bonjour, Je suis à la recherche d'une laine dorée, taille de crochet n°3 pour confectionner un bonnet à feuilles. Votre produit glitter semble beaucoup trop fin et ne pas pouvoir s'utiliser sans association avec une autre laine. Auriez-vous un produit qui corresponde à ma demande. Cordialement, O.D.
27.05.2020 - 20:08DROPS Design answered:
Bonjour Mme Decam, nous n'avons pas de fil doré, nous utilisons Glitter pour ajouter une touche de doré quand nécessaire - vous pouvez ainsi l'ajouter au fil souhaité, quelque soit le type/la tension - retrouvez tous nos fils ici classés par groupe - votre magasin DROPS saura vous conseiller, n'hésitez pas à le contacter; même par mail ou téléphone. Bon tricot!
28.05.2020 kl. 09:01NELLY LECAILLET wrote:
Ou trouver fil drops glitter en 05,06 et 07 pour modele 90-20 ?
19.05.2020 - 22:14DROPS Design answered:
Bonjour Mme Lecaillet, seuls les couleurs or et argent sont toujours disponibles. Les autres couleurs n'existent plus dans notre gamme. Bon tricot!
20.05.2020 kl. 07:30Laignel wrote:
Où trouver ce fil doré ?
04.05.2020 - 16:18DROPS Design answered:
Bonjour Mme Laignel, vous trouverez la liste des magasins DROPS proposant ce fil en cliquant sur le petit panier vert sur cette page, découvrez ici la liste de tous les magasins DROPS. Bon tricot!
05.05.2020 kl. 11:51Stéphanie wrote:
Bonjour, je m'apprête à utiliser Glitter associé à la Lima mais dès l'échantillon je rencontre des problèmes de tension, Glitter restant plus lâche... Faut il bobiner les 2 fils ensemble avant de commencer ? Ou existe-t-il une autre astuce ? D'avance merci !
24.03.2020 - 18:59DROPS Design answered:
Bonjour Stéphanie, Glitter est un fil très fin qui ne doit pas interférer dans votre tension, mais vous pouvez, au choix embobiner les pelotes ensemble si vous le souhaitez. Votre magasin aura peut être une autre astuce pour vous aider, n'hésitez pas à lui demander, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
25.03.2020 kl. 10:31Sabine Rauch wrote:
Cupro wird in Deutschland aus ökologischen Gründen nicht mehr hergestellt. Unter anderem wird mit verdünnter Schwefelsäure gearbeitet. Wenn wir das in unserem Land nicht herstellen, welche armen Menschen müssen sich die Chemie jetzt antun? Wahrscheinlich ohne Schutzmaßnahmen!? Brauchen wir solche Fäden wirklich??
19.01.2020 - 22:49Lena wrote:
Hej, jeres sølvtråd er rigtig god at strikke med. Vil dog forslå jer at lave en løs plastdims (eller en bedre spole)man kan sætte spolen i, for at bremse den lidt, fordi den meget nemt ruller for meget tråd og det derved bliver løkker. Håber I
19.01.2020 - 19:43DROPS Design answered:
Hei Lena. Takk for ditt tips. Vi skal ta det i betraktning neste gang vi gjør en bestilling fra vår leverandør. mvh DROPS design
27.01.2020 kl. 09:39Peggy wrote:
Do you have the glitter yarn in the blacK?
08.11.2019 - 22:07DROPS Design answered:
Dear Peggy, we do only have silver and gold, please contact the different DROPS stores for black . Happy knitting!
11.11.2019 kl. 12:47Eva R wrote:
Hallo! Kann man Glitter auch als Nähmaschinengarn verwenden? Vielen Dank!
19.12.2018 - 11:50DROPS Design answered:
Liebe Frau Eva R., es kann von der Nähmaschine hängen, aber das würden wir nicht empfehlen. Viel Spaß beim stricken!
20.12.2018 kl. 12:07Mónica Campos Pérez wrote:
Hi, is it sturdy to crochet it together with another thread for a net bag that will carry weight?
21.11.2018 - 14:29DROPS Design answered:
Dear Mrs Pérez, Glitter just brings some glittering effect, but will not add extra strength. Do not hesitate to contact your DROPS store for any further individual assistance - even per mail or telephone. Happy crocheting!
21.11.2018 kl. 16:07Sylvie wrote:
Bonjour je souhaiterais tricoter un snood sur le modèle de l'écharpe ACE OF DIAMONDS (dispo sur GARN STUDIO- motif ajouré ) en coloris rouge. J'ai 2 questions - je souhaiterais associer le fil Glitter : le tuto conseille de tricoter en aiguille 4,5. L'ajout du fil glitter nécessite-t-il de changer de taille d'aiguille (passer à 5,5 ? plus ?) - le fil Glitter ne semble plus disponible en rouge. Est-ce que ce serait joli avec le glitter or ? Merci pour votre retour
20.11.2018 - 17:25DROPS Design answered:
Bonjour Sylvie, DROPS Glitter est un fil très fin qui ajoute une touche de brillant (plus ou moins en fonction du nombre de fils tricotés), il ne change pas la tension - pensez toutefois toujours à réaliser votre échantillon au préalable. Vous pouvez utiliser le fil or ou argent en fonction de l'effet souhaité. Bon tricot!
21.11.2018 kl. 10:03
Klitterilanka wrote:
Kysymys.miten saan klitterilangan hyvin sukkalangan joukkoon
20.02.2020 - 11:47