Hvernig á að hekla einfaldan ferning með stuðlum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum einfaldan ferning með stuðlum sem er í teppi í DROPS 162-4. Heklið 7 loftlykkjur með heklunál nr 5 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur, * 3 stuðla um hringinn, 4 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 12 stuðlar.
UMFERÐ 2: Heklið * 1 stuðull í hvern af fyrstu 3 stuðlum, 2 stuðlar um loftlykkjuboga, 4 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga*, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 28 stuðlar.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 stuðul í hvern af fyrstu 5 stuðlum, 2 stuðlar um loftlykkjuboga, 4 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 stuðull í hvorn af næstu 2 stuðlum *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 44 stuðlar.
UMFERÐ 4: Skiptið um lit. Heklið * 1 fastalykkju í hvern af fyrstu 7 stuðlum, 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í hvern af næstu 4 stuðlum *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 60 fastalykkjur.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.