Hverig á að byrja að prjóna flík í klukkuprjóni eftir mynsturteikningu - Hluti 1
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við byrjum á að prjóna stykki í klukkuprjóni eftir mynsturteikningu, eins og í vestinu Mountain Moraine í DROPS 210-4 og vestinu Easy Over í DROPS 217-13. Við höfum nú þegar prjónað kant í hálsmáli í DROPS 210-1, en notum minni fjölda lykkja en það sem stendur í uppskrift (kantur í hálsmáli í DROPS 217-13 er aðeins lengri). Við byrjum myndbandið á að sýna 1. umferð þar sem mynsturteikning A.1, A.2 og A.3 er prjónuð. Í myndbandinu notum við merki á milli hverra mynstureininga til að fá betri yfirsýn. Prjónið þannig: Prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 4 lykkjur (= hálft bakstykki), A.2 (= 2 lykkjur), A.1 yfir 6 lykkjur, A.3 (= 2 lykkjur = öxl), A.1 yfir 8 lykkjur (= framstykki), A.2 yfir 2 lykkjur, A.1 yfir 6 lykkjur, A.3 yfir 2 lykkjur (= öxl) og A.1 yfir síðustu 4 lykkjurnar (= hálft bakstykki). Í þessu myndbandi sýnum við 1.-8. umferð, sjá einnig myndband Hluti 2.
Vestið í DROPS 210-4 og 217-13 er prjónað úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrin með því að smella á myndina að neðan.