Hvernig á að gera andlit á hreindýri í peysu (fullorðin)
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við gerum / festum nef, augu, hár, hálsól og snjó fyrir peysu með hreindýri í DROPS 194-38. Fyrst sýnum við hvernig við festum nefið og eftir það sýnum við hvernig við gerum hnút eftir mynsturteikningu A.3 fyrir augu. Síðan sýnum við hvernig við gerum hárið, heklið loftlykkjuröð fyrir hálsól og að lokum sama hnút sem verða snjókorn.
Við notum garnið DROPS Nepal, saman garn og notað er í uppskrift.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.