Hvernig á að prjóna magic loop
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna með magic loop. Í mynstri þar sem nota á sokkaprjóna og hringprjóna með sama númeri í mynstri, þá er hægt að notast við hringprjóna og prjóna magic loop / galdralykkju með hringprjóni í stað sokkaprjóna.
Hringprjóninn þarf að vera langur (minnst 80 cm) og vera með sveiganlegri snúru. Fitjið upp þann fjölda lykkja sem á að vera í mynstri, færið lykkjurnar til að miðju á snúrunni.
Skiptu lykkjunum í tvennt og dragðu snúruna út á milli lykkja í miðju. Færið til prjónaendana að hvorri hlið, passið að lykkjurnar verði ekki snúnar. Þráðar endinn sem prjóna á með, er á aftari prjóninum og byrjað er að prjóna lykkjur af fremri prjóninum. Dragið út aftari prjóninn til þess að prjóna lykkjur á þeim fremri. Þegar lykkjur af fremri prjóninum hafa verið prjónaðar, snúið við og færið lykkjur til baka á auða prjóninn og prjónið þá hlið á sama hátt. Haldið svona áfram í hring, passið alltaf upp á að draga út þann prjón frá þeirri hlið sem þú hefur þráðar endann.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.