Hvernig á að prjóna tveggja lita Royal Quilting mynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita ROYAL Quilting mynstur. Fitjið upp fjölda lykkja sem hægt er að deila með 6+3 með lit A.1. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 18+3 lykkjur með lit A með DROPS Snow.
Umferð 1: RANGA, litur A, prjónið 2 lykkjur brugðið, * passið uppá að þráðurinn sé nú á réttunni, lyftið 5 næstu lykkjum af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið * (það kemur til með að myndast lykkja frá réttu yfir 5 lykkjur sem voru steyptar yfir) endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju brugðið.
Umferð 2: RÉTTA, litur B, prjónið allar lykkjur slétt.
Umferð 3: RANGA, litur B, prjónið allar lykkjur brugðið.
Umferð 4: RÉTTA, litur A, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 3 lykkjum af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, prjónið næstu lykkju slétt saman með lykkju sem var gerð í 3 umferð að neðan. * lyftið yfir 5 lykkjur af vinstri prjón eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, prjónið saman næstu lykkju með lykkju sem var gerð í 3 umferð að neðan *, endurtakið frá *-* þar til fjórar lykkjur eru eftir. Lyftið yfir 3 lykkjum af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja slétt.
Umferð 5: RANGA, litur A, leggið þráðinn að réttu, lyftið yfir 3 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið, * leggið þráðinn að réttu, lyftið yfir 5 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til lykkjur eru eftir, lyftið yfir 3 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðið.
Umferð 6-7. Endurtakið umferð 2-3.
Umferð 8: RÉTTA, með lit A, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu lykkju slétt saman með lykkju sem var gerð 3 umferðum að neðan, * lyftið yfir 5 lykkjur af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið yfir á hægri prjón, prjónið saman næstu lykkju með lykkju sem var gerð 3 umferðum að neðan *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið síðustu lykkju slétt.
Endurtakið umferð 1-8 að óskaðri lengd. Vínrauða og bleika prjónaprufan er prjónuð úr DROPS Cotton Merino.