Hvernig á að sauma út leggsaum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við saumum út leggsaum. Stingdu nálinni inn frá röngu og upp að framhlið þar sem leggsaumurinn á að byrja.
Hoppaðu fram ca 1-1,5 cm, stingdu nálinni niður í stykkið og aftur upp að réttu ca 1-1,5 cm lengra fram.
Dragðu nálina í gegn. Nú hefur myndast eitt spor og eitt bil fram að næsta spori.
Þetta spor er fyrst saumað aftur á bak og síðan fram þannig – Hoppaðu til baka að fyrra spori og stingdu nálinni í gatið þar sem fyrra spor endaði og stingdu nálinni upp aftur að réttu ca 1-1,5 cm lengra fram.
Þú getur haldið svona áfram, ef þig langar til að hafa fleiri flatsaums spor.
Þegar síðasta leggsaumssporið endar, stingdu nálinni í gatið þar sem fyrra sporið endaði. Dragðu þráðinn að röngu.
Leggsaum er hægt að sauma út bæði lóðrétt, lárétt, á ská og í hring.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu þar sem þessi aðferð er notuð ásamt því að sjá myndband.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.