Hvernig á að prjóna með 2 litum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna fram og til baka með 2 litum í mynstri. Í þessu myndbandi sýnum við hvernig prjónað er fram og til baka eftir mynstri, prjónað er með tveimur litum. Sá litur sem ekki er notaður fylgir með á bakhliðinni í umferð séð frá réttu. Passið uppá að þráðurinn sem fylgir með á bakhlið sé ekki of strekktur eða of laus. Ef það eru fleiri en 3 lykkjur í röð í mynstri með sama lit þá er litunum snúið utan um hvorn annan eftir ca 3. hverja lykkju. Það er gert þannig: Þráðurinn er tekinn til skiptis yfir og undir þann lit sem fylgir með á bakhliðinni. Í umferð frá röngu er þráðurinn sem fylgir með fyrir framan stykkið, munið eftir að hafa rétta spennu á þræðinum. Ath: Ef ekki er notaður einn litur alla leiðina út umferð, þá er hægt að geyma litinn þar sem hann endar. Ef nota á litinn í byrjun næstu umferðar, þá verður liturinn að fylgja með út umferðina að kanti með því að snúa litinum utan um litinn sem prjónað er með, með ca 3 l millibili. Ekki hafa áhyggjur ef þetta verður aðeins ójafnt, stykkið jafnar sig þegar það er bleytt og lagt til í lokin.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.