Hvernig á að fækka lykkjum við hæl með stuttum umferðum í DROPS 131-25

Tags: algengur hæll, sokkar, stuttar umferðir,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af fyrir hæl með stuttum umferðum sem prjónaðar eru fram og til baka í sokkum í DROPS 131-25. Við höfum nú þegar prjónað stroffið þar til það mælist 12 cm. Prjóni áfram frá réttu þannig: * Prjónið 6 lykkju slétt, snúið við og prjónið 3 lykkju slétt til baka, aukið út með því að prjóna 2 lykkjur slétt í síðustu lykkju í umferð, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. * Prjónið 8 lykkjur slétt, snúið við og prjónið 6 lykkjur slétt til baka, fellið af með því að prjóna saman 3 síðust lykkjur slétt saman, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur – setjið prjónamerki í þessa umferð – héðan er nú mælt.
Næsta umferð er prjónuð frá röngu: * Prjónið 6 lykkjur brugðnar, snúið við og prjónið 5 lykkjur brugðnar til baka, aukið út með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar í síðustu lykkju í umferð, snúið við *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum. * Prjónið 8 lykkjur brugðnar, snúið við og prjónið 6 lykkjur brugðnar til baka, fellið af með því að prjóna saman síðustu 2 lykkjur brugðnar, snúið við *, endurtakið alls 4 sinnum = 18-18-19 lykkjur. Þessir sokkar eru prjónaðir úr DROPS Polaris, en í myndbandinu prjónum við með; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (2)

Adilea Mendes De Oliveira 19.06.2018 - 15:04:

Parabéns, estou encantada com a técnica e a demonstração. Obrigada. É tudo o que queria

Maria FilomenaAlves 09.01.2015 - 23:26:

Parabens. As vossas explicações são muito claras. É muito fácil seguir os vossos modelos. Obrigada

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.