Hvernig á að prjóna MYNSTUR í DROPS 182-1

Keywords: gatamynstur, húfa, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig prjóna á MYNSTUR í húfu «Very Berry» í DROPS 182-1. Við höfum nú þegar prjónað nokkra cm stroff og byrjum myndbandið með 1. umferð MYNSTUR . 1.-12. UMFERÐ: Slétt frá réttu, brugðið frá röngu. 13. UMFERÐ (frá réttu): Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju slétt. 14. UMFERÐ (frá röngu): Prjónið slétt. Endurtakið þessar 14 umferðir upp úr. RS = frá réttu WR= frá röngu. Þessi húfa er prjónuð úr DROPS Baby Merino, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.