Hvernig á að fækka um 2 lykkjur til vinstri og 2 lykkjur til hægri í 2 lita klukkuprjóni frá röngu
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum um 2 lykkjur til vinstri og 2 lykkjur til hægri í 2-lita klukkuprjóni frá röngu.
Úrtaka til vinstri: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman (uppsláttur og brugðin lykkja + 1 lykkja slétt), lyftið næsta uppslætti og brugðinni lykkju yfir á hægri prjón, setjið þær aftur til baka yfir á vinstri prjón þannig að lykkjan sé yst (og uppslátturinn sem lykkja nr tvö), setjið til baka lykkjuna sem var prjónuð saman á vinstri prjón, haldið þræðinum framan við stykkið, lyftið lykkjunni og uppslættinum á vinstri prjón (þ.e.a.s. önnur og þriðja lykkja á vinstra prjóni) yfir lykkjuna sem var sett til baka á vinstri prjón (með þráðinn framan við stykkið), setjið að lokum þessa lykkju til baka á hægri prjón (= 2 lykkjur færri).
Úrtaka til hægri (það er mikilvægt að halda þræðinum framan við stykkið allan tímann í gegnum þessa úrtöku): Lyftið uppslættinum og brugðnu lykkjunni yfir á hægri prjón, setjið sléttu lykkjuna á hjálparprjón framan við stykkið (með þráðinn framan við lykkjuna), lyftið næsta uppslætti og brugðnu lykkjunni á vinstri prjón laust yfir á hægri prjón, setjið til baka lykkjuna af hjálparprjóni á vinstri prjón, prjónið þessa lykkju brugðið, lyftið brugðnu lykkjunni og uppslættinum (þ.e.a.s. annarri og þriðju lykkju á hægri prjón) yfir ystu lykkjuna, lyftið næstu brugðnu lykkju og uppslætti (þ.e.a.s. aðra og þriðju lykkju á hægri prjón) yfir ystu lykkju (= 2 lykkjur færri).
Við notum garnið DROPS Snow í þessu myndbandi.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.