Hvernig á að gera tvöfaldan hnút þegar skipt er um þráð
Það eru margar aðferðir við að byrja á nýrri dokku þegar sú fyrri endar.
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera nánast ósýnilega skiptingu þegar skipt er um þráð með því að gera tvöfaldan hnút. Við notum tvo mismunandi liti til þess að sýna þetta betur. Leggið nýja endann á þræðinum undir þráðinn sem þú vinnur með, leggðu síðan þráðarendann upp yfir báða þræðina og setjið þráðarendann í gegnum lykkjuna og herðið að. Gerið síðan alveg eins með því að taka í endann á þræðinum sem þú vinnur með og leggið undir endann á nýja þráðinn, síðan upp yfir báða þræðina, setjið endann í gegnum lykkjuna og herðið að. Dragið síðan í þráðinn svo að hnútarnir dragist að miðju, herðið vel að. Klippið af báða enda eins nálægt hnútunum og hægt er. Haltu síðan áfram með verkefnið.