Hvernig á að hekla ferning í DROPS 117-35
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum ferning sem er í sjalinu Sea of Stars í DROPS 117-35 (1 RÖÐ MEÐ FERNINGUM = 10 ferningar). Heklið 8 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju.
UMFERÐ 1 (grænn): 3 loftlykkjur, 1 stuðull í hringinn, 1 loftlykkja, 2 stuðlar um hringinn, * 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um hringinn, 1 loftlykkja, 2 stuðlar um hringinn *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið á 3 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í 3 loftlykkju frá byrjun umferðar, snúið við.
UMFERÐ 2 (vínrauður): 3 loftlykkjur, 1 stuðull um fyrsta loftlykkjuboga, 12 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, * 1 loftlykkja, 1 stuðull um næstu loftlykkju, 8 loftlykkjur, 1 stuðull um sömu loftlykkju, 1 loftlykkja, 2 stuðlar um næsta loftlykkjuboga, 12 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 loftlykkja, 1 stuðull um næstu loftlykkju, 8 loftlykkjur, 1 stuðull um sömu loftlykkju, 1 loftlykkja, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar.
Þetta sjal er heklað úr DROPS Classic Alpaca og DROPS Merino Extra Fine, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.