Hvernig á að hekla kúlumynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla fallegt kúlumynstur. Þetta mynstur er skrautlegt og skemmtilegt að nota það á hálsklúta, húfur og margt fleira. Ein kúla myndast þegar heklaðar eru saman 4 stuðlar í sömu lykkju.
Heklið þannig:
Heklið 20 loftlykkjur, snúið við og byrjið næstu umferð í 2. lykkju frá heklunálinni.
UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju, * í næstu lykkju eru heklaðir 4 stuðlar saman, 3 fastalykkjur *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð, heklið 1 fastalykkju, snúið við.
UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja af 20 lykkjum, snúið við.
UMFERÐ 3. Heklið 1 loftlykkju, * 3 fastalykkjur, í næstu lykkju eru heklaðir 4 stuðlar saman *, endurtakið frá *-* og heklið fastalykkju í 3 síðustu lykkju, snúið við.
UMFERÐ 4: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja af næstu 20 lykkjum, snúið við, 1 loftlykkja. Endurtakið umferð 1-4.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.