Hvernig á að prjóna 2 lykkjur í ystu lykkju í hvorri hlið á stykki – bæði frá réttu og frá röngu
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum 2 lykkjur í ystu lykkju í hvorri hlið á stykki (frá réttu og frá röngu), eins og gert er á bakstykkinu á Unicorn Speckles peysunni (DROPS 264-2).
Frá réttu, prjónið fyrst slétt í fremri lykkjubogann, síðan í aftari lykkjubogann.
Frá röngu, prjónið fyrst brugðið í fremri lykkjubogann, síðan í aftari lykkjubogann.