Kennslumyndbönd

Fletta í öllum myndböndunum okkar eftir flokkum
7:03
Hvernig á að prjóna tveggja lita klukkuprjón með b-lit í kantlykkjum og litaskiptum

Í þessu DROPS myndband sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita klukkuprjón í röndum þar sem prjónað er með b-lit í kanti/kantlykkjur og hvernig hægt er að tvinna þræðina saman við litaskipti til að koma í veg fyrir göt. Kanturinn/kantlykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓNI = sléttar lykkjur í hverri umferð. UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit. Skiptið um lit, en tvinnið þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni. Steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón, færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu. UMFERÐ 2 (rétta): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. UMFERÐ 3 (frá röngu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit, skiptið yfir í aðallit, munið eftir að tvinna þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni, steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón. Færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá röngu. UMFERÐ 4 (frá röngu): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. Endurtakið umferð 1-4. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

20:09
Hvernig á að prjóna hettuhálsklút í DROPS 253-61

Í þessu DROPS myndbandinu höfum við nú þegar prjónað hettuna (stærð L/XL) og höfum sett lykkjurnar á 2 lykkjuhaldara / þráð. Við sýnum fyrst hvernig við prjónum upp lykkjur í kringum hettuna og prjónum i-cord affellingu þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni. Þessar 2 lykkjur eru settar á annan lykkjuhaldara / þráð, en það eru prjónaðar upp 2 lykkjur í hinni hliðinni sem eru settar á hinn lykkjuhaldarann / þráð. Lesið I-CORD AFFELLING í uppskriftinni. Það eru eftir 2 lykkjur á prjóni þegar kanturinn hefur verið prjónaður til loka, klippið þráðinn og setjið 2 lykkjur á lykkjuhaldara / þráð. Takið upp 2 nýjar lykkjur í hinni hliðinni á hettunni og setjið þær á lykkjuhaldara / þráð. Setjið lykkjurnar frá hinum lykkjuhaldaranum / þræðinum yfir á prjóninn. Síðan sýnum við hvernig við fitjum upp lykkjur fyrir hægri hluta á hálsklútnum, prjónum 1 umferð áður en hálsklúturinn er prjónaður saman með hettunni með byrjun fyrir miðju að aftan. Jafnframt eru prjónaðar i-cord kantlykkjur og stroffprjón í perluprjóni. Lesið nánari útskýringu í uppskrift í útskýringu á I-CORD AFFELLING, 2 I-CORD KANTLYKKJUR, stroffprjón í perluprjóni og hvernig prjóna á hálsklútinn saman við hettuna. Þegar allar lykkjur hafa verið prjónaðar upp frá hettunni (50 prjónaðar umferðir), þá eru eftir 2 lykkjur á lykkjuhaldara / þræði (í myndbandinu eru þær settar á prjóninn), prjónið þessar 2 lykkjur slétt (í stærð S/M eru 3 lykkjur settar aftur á þráðinn, prjónið 1 lykkju slétt og 2 síðustu lykkjurnar slétt saman). Eftir þetta er prjónuð 1 umferð frá röngu þar sem prjónaðar eru 2 i-cord kantlykkjur, 2 lykkjur brugðið saman, eftir það stroffprjón í perluprjóni þar til 3 lykkjur eru eftir, þá er prjónuð 1 lykkja brugðið og endað með 2 i-cord kantlykkjur. Fylgið útskýringu í uppskrift hvernig fella á af þeim lykkjum sem eftir eru í hægri hluta á hálsklút. Við sýnum 1. umferð (frá réttu) af 8 fyrstu umferðum, þá sýnum við 1. umferð með úrtöku (frá réttu). Prjónið síðan vinstri hluta á hálsklút. Eftir það er uppfitjunarkanturinn á hægri hluta og vinstri hluta á hálsklútnum saumaður saman fyrir miðju að aftan með lykkjuspori. Við notum garnið DROPS Daisy og DROPS Kid-Silk í myndbandinu, sama liti og prjónastærð eins og stendur í uppskrift.