Kennslumyndbönd

Fletta í öllum myndböndunum okkar eftir flokkum
7:03
Hvernig á að prjóna tveggja lita klukkuprjón með b-lit í kantlykkjum og litaskiptum

Í þessu DROPS myndband sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita klukkuprjón í röndum þar sem prjónað er með b-lit í kanti/kantlykkjur og hvernig hægt er að tvinna þræðina saman við litaskipti til að koma í veg fyrir göt. Kanturinn/kantlykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓNI = sléttar lykkjur í hverri umferð. UMFERÐ 1 (frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit. Skiptið um lit, en tvinnið þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni. Steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón, færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá réttu. UMFERÐ 2 (rétta): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. UMFERÐ 3 (frá röngu): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni með b-lit, skiptið yfir í aðallit, munið eftir að tvinna þræðina saman til að koma í veg fyrir göt og prjónið klukkuprjón að kantlykkjum í hinni hliðinni, steypið kantlykkjunum yfir á hægri prjón. Færið því næst lykkjurnar til baka á hringprjóninn, þannig að næsta umferð sé einnig prjónuð frá röngu. UMFERÐ 4 (frá röngu): Steypið kantlykkjum yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón með b-lit og prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, snúið. Endurtakið umferð 1-4. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

12:49
Hvernig á að prjóna peysu í DROPS 248-5 - Hluti 3

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðeins hvernig Sand Diamond Cardigan er prjónuð. Við notum lykkjufjöldann fyrir stærð M. Við höfum nú þegar prjónað kanta að framan með i-cord kanti, prjónað smá af mynsturteikningu A.1, A.2, A.3 og A.4 (sjá myndband Hluti 1) og prjónað berustykkið fram að skiptingu fyrir fram- og bakstykki og ermar (sjá myndband Hluti 2). Við byrjum myndbandið á að prjóna umferðina þar sem við skiptum stykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar (frá réttu). Lesið SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR – ALLAR STÆRÐIR í uppskriftinni. Í stærð M á að vera 235 lykkjur fyrir fram- og bakstykki og 56 lykkjur fyrir hvora ermi. Eftir það er prjónað frá röngu og prjónað er eftir 2. umferð í mynsturteikningu þannig: * Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.6, A.3 þar til 12 lykkjur eru eftir, prjónið A.5 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Eftir það eru 7 kantlykkjur að framan prjónaðar eins og áður, prjónið A.7, A.3 þar til 18 lykkjur eru eftir, prjónið A.8 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina *. Prjónið frá *-* að uppgefnu máli í uppskrift, stillið af eftir heila mynstureiningu af A.3 á hæðina. Munið eftir HNAPPAGAT. Skiptið um grófleika á prjóni, prjónið stroff og aukið út lykkjur, áfram eru 7 kantlykkjur prjónaðar í hvorri hlið eins og áður, lesið uppskrift. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Daisy, en í myndbandinu notum við DROPS Cotton Merino í lit nr 30. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Þú finnur einnig fleiri myndbönd fyrir þessa peysu að neðan.

13:30
Hvernig á að prjóna peysu í DROPS 248-5 - Hluti 2

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðeins hvernig Sand Diamond Cardigan er prjónuð. Við notum lykkjufjöldann fyrir stærð M. Við höfum nú þegar prjónað kanta að framan með i-cord kanti, prjónað 24 umferðir í mynsturteikningu A.1 og prjónað mynsturteikningu A.2, A.3 og A.4 2 sinnum á hæðina (sjá myndband hluti-1). Þegar A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina eru prjónaðar að auki 2 mynstureiningar af A.3 á milli A.2 og A.4 (= 4 mynstureiningar af A.3). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur útaukning við miðju að framan verið prjónuð til loka, nema í stærð S en þar á að auka út fyrir laskalínu í hvert skipti í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma. Lestu að neðan BERUSTYKKI undir þeirri stærð sem þú prjónar og hvernig þú prjónar næstu umferð (við notum prjónamerki á milli mynstureininga til að fá betri yfirsýn). Mundu eftir HNAPPAGAT. Þegar A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur öll útaukning verið gerð til loka og það eru núna 317 lykkjur á prjóni og stykkið mælist ca 27 cm frá öxl (stærð M). Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Daisy, en í myndbandinu notum við DROPS Cotton Merino í lit nr 30. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Þú finnur einnig fleiri myndbönd fyrir þessa peysu að neðan.