Hvernig á að prjóna gamaldags hælúrtöku á sokk

Keywords: algengur hæll, sokkar,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum gamaldags úrtöku fyrir hæl á sokk í DROPS 189-36. Við höfum nú þegar prjónað stroffið og sett 20 lykkjur frá rist á fæti á band (við notum lykkjufjöldann í minnstu stærðinni). Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjurnar, í 1. umferð frá réttu eru lykkjur auknar út til að sokkurinn passi betur þannig: Prjónið 9 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, * prjónið 2 lykkjur, aukið út um 1 lykkju *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum og prjónið síðan út umferðina = 28 lykkjur á prjóni.
Haldið áfram og prjónið til baka með sléttprjóni þar til hællinn mælist ca 5 cm, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 10 lykkjur slétt, prjónið næstu 8 lykkjurnar slétt saman 2 og 2, prjónið síðustu 10 lykkjurnar slétt = 24 lykkjur.
Snúið við og prjónið brugðið til baka. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu.
Prjónið nú fram og til baka frá röngu til að prjóna saman hællykkjurnar.
HÆLLYKKJUR PRJÓNAÐAR SAMAN:
Allar umferðir eru prjónaðar frá röngu. Snúið við og prjónið fyrstu 12 lykkjurnar brugðnar frá röngu. Passið uppá að þráðurinn á bakhlið á stykki (= liggi að réttu á stykkinu) og prjónið þannig:
VINSTRI PRJÓNN: Prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman, steypið síðan til baka lykkjunum sem prjónaðar voru saman yfir á vinstri prjón og herðið á bandi. Snúið ekki stykkinu við.
HÆGRI PRJÓNN: Stingið inn vinstri prjóni í 2 næstu lykkjur á hægri prjóni (stingið inn frá vinstri að hægri og passið uppá að prjóninn liggi bakvið hægri prjón), sækið bandið og leggið það utan um vinstri prjón, dragið síðan bandið í gegnum þessar 2 lykkjur (frá hægri að vinstri) og sleppið 2 lykkjum af hægri prjóni. Setjið síðan til baka lykkjuna sem prjónuð var saman á hægri prjón og herðið á bandi. Snúið ekki stykkinu við.
Endurtakið VINSTRI og HÆGRI PRJÓNN svona þar til eftir eru 2 lykkjur. Nú hafa hællykkjurnar verið prjónaðar saman. Setjið 2 lykkjur sem eru eftir á hægri prjón og snúið stykkinu að réttu.
Þessi sokkar eru prjónaðir úr DROPS Karisma, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Heidrun Engesæter wrote:

Veldig bra

07.04.2024 - 16:00

Gabrielle wrote:

Bonjour, Où peut on se procurer ce genre d'aiguille très courtes ? Quelle est la longueur du câble utilisé ? Merci d'avance Cordialement

12.03.2020 - 11:20

DROPS Design answered:

Bonjour Gabrielle, nous utilisons dans cette vidéo une aiguille circulaire de 40 cm (en N°7) - vous les trouverez en différentes matières en fonction de la taille ici sur notre site, mais on les utilise ici pour tricoter la chaussette en Eskimo (grosse laine), pour ces modèles de chaussettes, si vous voulez tricoter avec une aiguille circulaire, il vous faudra utiliser la technique du magic loop (avec une 80 cm). Bon tricot!

13.03.2020 - 10:28

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.