Hvernig á að prjóna kaðal sem er hjartalaga
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum kaðal sem er hjartalaga. Við prjónum kant í hvorri hlið með 2 lykkjur slétt = kantlykkjur og við höfum nú þegar fitjað upp 24 lykkjur og prjónað 2 umferðir slétt. Við byrjum myndbandið á að sýna allar umferðirnar frá 1-12. Eftir það sýnum við kaðalinn sem er prjónaður 3 sinnum. Prjónið þannig:
UMFERÐ 1 (rétta): 2 lykkjur slétt (= kantlykkjur), 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur af kaðlaprjóni slétt, 4 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt (= kantlykkjur). :
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 + 4 lykkjur slétt, 12 lykkjur brugðið, 4 + 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið af kaðlaprjóni, 4 lykkjur slétt, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, 4 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt (= kantlykkjur).
UMFERÐ 4: Prjónið 2 + 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið og 4 + 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 5: Prjónið 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið af kaðlaprjóni, 2 lykkjur brugðið, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, 2 lykkjur brugðið, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, 3 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 6: Prjónið 2 + 3 umferðir slétt, 2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið og 3 + 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 7: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið af kaðlaprjóni, 3 lykkjur brugðið, 4 lykkjur slétt, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 8: Prjónið 2 + 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 4 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið og 2 + 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 9: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt.
UMFEÐR 10: Prjónið 2 + 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 4 lykkjur slétt, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið og 2 + 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 10: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af kaðlarpjóni, setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið af kaðlaprjóni, 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 12: PRJÓNIÐ 2 + 4 lykkjur slétt, 12 lykkjur brugðið og 4 + 2 lykkjur slétt. Endurtakið umferð 3-12 að óskaðri lengd og fellið af.
Við notum DROPS Snow í myndbandinu, en litlu bleiku prufurnar eru prjónaðar úr DROPS Cotton Merino, kaðallinn er einnig prjónaður 3 sinnum.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.