Hvernig á að hekla blómið friðarlilja
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig þú heklar friðarlilju. Við heklum úr DROPS Snow, en litla liljan er hekluð úr DROPS Safran, heklunál nr 3, litur nr 18, 11 og 31 og hún er ca 10 gr og mælist 27 cm.
LITUR 1: Heklið 5 loftlykkjur og tengið í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju.
UMFERÐ 1: 1 loftlykkja, 8 fastalykkjur í hringinn, 1 keðjulykkja í 1. fastalykkju í umferð,
UMFERÐ 2: 2 loftlykkjur, 2 hálfir stuðlar í hverja af 3 næstu fastalykkjum, 2 stuðlar í hvora af næstu 2 fastalykkjum, 2 hálfir stuðlar í hverja af næstu 3 fastalykkjum. Endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfa stuðul í umferð.
UMFERÐ 3: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, 2 stuðlar í hverja af 4 næstu lykkju, 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, 2 hálfir stuðlar í hvora af næstu 2 lykkjum, endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfan stuðul í umferð.
UMFERÐ 4: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, * endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfan stuðul í umferð.
UMFERÐ 5: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, * endurtakið umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfa stuðul í umferð.
UMFERÐ 6: 2 loftlykkjur, * 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 4 lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju, * endurtakið umferðina hringinn og endið á 1 keðjulykkju í 1. hálfa stuðul í umferð.
UMFERÐ 7: 2 loftlykkjur, 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 22 lykkjum, 1 stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í 1. loftlykkju, 2 tvíbrugðnir stuðlar í sömu lykkju, 1 stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 1 hálfur stuðull í hverja af næstu 21 lykkjum og endið á 1 keðjulykkja í 1. hálfa stuðul í umferð.
Klippið frá, en skiljið eftir nægilega langan enda fyrir frágang.
LITUR 2: Heklið 12 lykkjur, * 1 fastalykkja aftan í 2. loftlykkjur frá heklunálinni, síðan er hekluð 1 fastalykkja aftan í hverja loftlykkju í loftlykkjuröð, í síðustu loftlykkju eru heklaðar 2 fastalykkjur, snúið við og heklið fastalykkju í hverja loftlykkju í fremri loftlykkjuboga út umferðina, endið á 2 fastalykkjum í síðustu loftlykkju *. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju og endið á 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju í umferð, klippið frá *, en skiljið eftir nægilega langan enda til þess að sauma stykkið saman. Brjótið stykkið saman tvöfalt og saumið niður *. Klippið frá og festið enda.
LITUR 3: Heklið 45 loftlykkjur. Heklið frá *-* . (Leggið e.t.v. vír innan í stykkið). Klippið frá og festið enda. Saumið stilkinn við blómið.