Evrópskt berustykki með laskaútaukningu. Hluti 3 - Fram-/bakstykki prjónað saman
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum evrópskt berustykki með laskaútaukningu þar sem fram- og bakstykki eru prjónað saman og lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermi á sama tíma og útaukning er gerð fyrir hálsmáli. Við höfum nú þegar prjónað bakstykki og axlir (sjá myndband hér að neðan).
Prjónið þannig:
UMFERÐ 1 (= rétta): Byrjið frá réttu með lykkjum frá vinstra framstykki/öxl: prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri (lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 að neðan), prjónið slétt yfir þær lykkjur sem eftir eru á vinstra framstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið 11 lykkjur slétt meðfram hlið vinstra framstykki, setjið 1 merki, prjónið slétt yfir lykkjur frá bakstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið upp 11 lykkjur meðfram hlið hægra framstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið slétt yfir lykkjur frá hægra framstykki þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri (lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 að neðan), prjónið síðustu 3 lykkjur slétt.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur brugðið (sýnum aðeins byrjun og endi).
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið að fyrsta merki (= vinstra framstykki), færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið 11 lykkjur slétt, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið fram að næsta merki (= bakstykki), færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið 11 lykkjur slétt, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið slétt út umferðina (= hægra framstykki), síðan endar umferðin með að fitjaðar eru upp 13 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar.
Stykkið er síðan prjónað í hring.
UMFERÐ 1: Prjónið slétt yfir allar lykkjur (þessi umferð er ekki sýnd).
UMFERÐ 2: Prjónið slétt yfir allar lykkjur og aukið út um 2 lykkjur fyrir hvora ermi eins og áður, lykkjum fjölgar á hvorri ermi, lykkjufjöldi á fram- og bakstykki helst óbreyttur.
Prjónið þessar 2 umferðir 8 sinnum.
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1:
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann.
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann.
Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes
Þú þarft líka að lesa uppskriftina sem þú ert að prjóna eftir fyrir réttan lykkjafjölda. Uppskriftir með þessari tækni og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.