Jackets & Jumpers

Myndbönd: 104
10:43
Hvernig á að auka út og merkja útauknar lykkjur með prjónamerkjum í klukkuprjóni

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og merkjum útauknar lykkjur með mismunandi litum, eins og gert er í peysunni «Cheers to Lift» í DROPS 212-28. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ FJÓLUBLÁUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, færið fjólubláa prjónamerkið að þessari lykkju (þ.e.a.s. lykkju á hægri prjóni), en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í fyrstu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ GRÆNUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar og færið græna prjónamerkið að þessari lykkju = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í síðustu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur inn í klukkuprjóns mynstri þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið. Síðan er prjónað áfram í klukkuprjóns mynstri. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Glitter, en í myndbandinu notum við DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

9:14
Hvernig á að byrja á að prjóna puffermi, frá ermakúpu og niður

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við byrjum á að prjóna fram og til baka á puffermi, frá ermakúpu og niður, eins og er í DROPS 221-1. Mundu að lesa í þínu mynstri hversu margar lykkjur eru fitjaðar upp, hversu margar lykkjur eru auknar út jafnt yfir, hversu mörgum sinnum á að auka út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju (prjónað er framan í og aftan í liðinn á lykkjunni) og hvernig auka á út í hvorri hlið áður en prjónað er í hring. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 10 lykkjur, eftir það er prjónuð ein umferð slétt þar sem aukið er út um 5 lykkjur jafnt yfir. Síðan prjónum við 1 umferð brugðið frá röngu áður en við í næstu umferð frá réttu aukum út með því að prjóna 2 lykkjur í 1 lykkju (nema frá fyrstu og síðustu lykkju í umferð). Prjónið sléttprjón fram og til baka að ermakúpunni og fitjið jafnframt upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið, munið eftir að skoða í mynstri hversu margar lykkjur og hversu mörgum sinnum. Þegar réttur fjöldi lykkja hefur verið fitjaður upp og náð hefur verið réttu máli, setjið stykkið saman og prjónið í hring. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

7:30
Hvernig á að auka út á öxlum í DROPS 212-14

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út eftir ÚTAUKNING-1 á öxlum í peysunni «Cloud Fluff» í DROPS 212-14. Við erum með færri fjölda lykkja en sem stendur í mynstri og við höfum nú þegar aukið út í 3 umferðum. Við sýnum einungis ÚTAUKNING-1 yfir öxlum, bæði hvernig er prjónað og hvernig umferðin á eftir er prjónuð (við sýnum ekki hvernig framstykkið og bakstykkið er prjónað). ÚTAUKNING-1 er prjónuð þannig: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn með prjónamerki þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna brugðið saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn brugðið saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri = alls 8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið. Þessi peysa er prjónuð úr 1 þræði DROPS Sky og 1 þræði DROPS Kid-Silk, en í myndbandinu notum við garnið; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Front = Framstykki aftan, Back = Bakstykki, Sleeve = Ermi (öxl)

12:11
Hvernig á að auka út fyrir ermakúpu í DROPS 212-14

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út eftir ÚTAUKNING-2 fyrir ermakúpu í peysunni «Cloud Fluff» í DROPS 212-14. Við erum með færri fjölda lykkja en sem stendur í mynstri. Við sýnum ÚTAUKNING-2 með 1. og 2. útaukningu fyrir ermakúpu, hvernig við færum prjónamerkin og hvernig umferðin á eftir er prjónuð (við sýnum ekki hvernig framstykkið og bakstykkið er prjónað). ÚTAUKNING-2 er prjónuð þannig: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna brugðið saman, setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju (þ.e.a.s. lykkju á hægri prjóni), en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn brugðið saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í fyrstu útauknu lykkjuna (= brugðin lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út á að auka í lykkju með prjónamerki. ÚTAUKNING-2, önnur útaukning á ermakúpu er prjónuð þannig: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkin þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna brugðið saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í á vinstri prjón, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn brugðið saman 1 sinni til viðbótar og setjið 1 prjónamerki í þessa lykkju = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í síðustu útauknu lykkjunni (= brugðin lykkja). Í næsta skipti þegar aukið er út er aukið í lykkjuna með prjónamerki. Í næsta skipti eru 3 lykkjurnar prjónaðar þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi brugðið. Front = Framstykki aftan, Back = Bakstykki, Sleeve = Ermi (öxl) Þessi peysa er prjónuð úr 1 þræði DROPS Sky og 1 þræði DROPS Kid-Silk, en í myndbandinu notum við garnið; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.