Þvottaleiðbeiningar

yarn care

Þú getur alltaf fundið upplýsingar um þvottaleiðbeiningar fyrir hverja garntegund á merkimiðanum á garninu og á litaspjaldi á vefsíðunni (undir Care tab).

Hér að neðan eru nokkrar auka leiðbeiningar á vinsælustu garntegundunum okkar sem hjálpar þér að halda flíkinni þinni fallegri.

Almenn ráð um garn

 • Þvoðu flíkina með miklu vatni og eina og sér ef hægt er. Ekki láta flíkina liggja í bleyti.
 • Þvoðu dökka liti sér. Dökkir litir eiga það oft til að gefa frá sér lit svo að það er nauðsynlegt að skola flíkina þangað til vatnið verði laust við litinn, þetta er gert svo að liturinn í garninu gefi ekki frá sér lit og leggist á aðra liti í flíkinni.
 • Notið aðeins hreinsiefni sem er sérstaklega gert fyrir ullarþvott og aðrar trefjar, eða lágt PH-gildi, litalaus hreinsiefni.
 • Leggið alltaf flíkina til og látið hana þorna flata. Látið flíkina aldrei þorna í sólarljósi.
 • Leggið aldrei flíkina til þerris rennandi blauta. Forðist að leggja flíkur á þykk handklæði sem draga í sig mikinn raka. Flíkin getur með því aflitast og tapað teygjanleika.
 • Athugið að flíkur sem eru prjónaðar með sérstaklega "lausri" aðferð geta stækkað við notkun og teygst í þvotti.

Alpakka, mohair, silki og ómeðhöndluð ull:

 • Handþvottur við 30ºC (kalt).
 • Leysið upp þvottaefnið algjörlega áður en flíkin er sett í vatnið.
 • Færið flíkina varlega til, ekki núa henni saman!
 • Skolið vel.

Bómull, lín og blandaðar tegundir:

 • Þvoið alltaf í þvottavél við 40ºC eða 60ºC háð leiðbeiningum á þvottamiða. Ef þvegið er á röngum/lægri hita, geta litirnir runnið til. Ef það gerist þvoið flíkina aftur á réttu hitastigi samkvæmt leiðbeiningum á þvottamiða. Mjög nauðsynlegt er að fara eftir leiðbeiningum varðandi rétt hitastig.
 • Ekki nota of mikið af mýkingarefni.
 • Notið þvottastillingu með löngum skolunartíma.
 • Bómull hefur þá tilhneigingu að skreppa saman í þvotti, vertu því búin að mæla flíkina fyrir þvott til þess að geta mótað það í rétta stærð eftir þvott.
 • Ekki nota þeytivindu.

Superwash meðhöndluð ull:

 • Superwash meðhöndluð ull á að þvo í þvottavél á stillingu fyrir létta vindingu fyrir ull.
 • Notið aldrei mýkingarefni.

Merino ull:

DROPS Baby Merino, Big Merino og Merino Extra Fine eru garntegundir sem eru meðhöndlaðar til að þola þvott í þvottavél (superwash), sem þýðir að það á að þvo þetta garn í þvottavél og nota létta vindingu. Að þessu sögðu þá eru nokkur fleiri ráð sem vert er að hafa í huga og eru mikilvæg við meðhöndlun á þessu garni:

 • Fylgdu þvottaleiðbeiningunum sem eru á miðanum á garninu og á litakorti fyrir garnið.
 • Þvoðu merino ullina á 40 gráðum/væg vinding.
 • Þvoðu flíkina sér, notaðu fullt af vatni.
 • Notaðu lítið magn af ullarsápu (án enzyma og bleikiefna).
 • ALDREI að nota mýkingarefni (ullartrefjarnar verða linar og aðskildar).
 • ALDREI að láta liggja í bleyti!
 • ALDREI að skilja flíkina eftir í þvottavélinni í langan tíma!
 • ALDREI að láta hanga til þerris, láttu flíkina þorna flata í réttu formi.

Ull og silki:

 • Almennt, nema garnið sé meðhöndlað til að þola þvott í þvottavél (superwash), þá hvetjum við ekki til þess að þvo í þvottavél, þar sem ullarstilling getur gert það að verkum að flíkin tapi forminu og í verstu tilvikum getur flíkin skroppið saman. Gæði sem innihalda silki geta einnig tapað lit.
 • Rúllið flíkinni létt í koddaver, eða rúllið því inn í handklæði og pressið vatnið úr.
 • Notið aldrei þurrkara fyrir ull, flíkin skreppur saman!
 • Ójafnar flíkur jafnast út ef notuð er létt gufa eða straujuð til með vægum hita.
 • Munið að pressa aldrei stykki hvort sem þau eru blaut eða þurr. Strauið aldrei yfir kaðla eða prjónuð stykki með áferð. Strauið aldrei né pressið silki.
 • Við gufustraujun, notið gufustraujárn, eða venjulegt straujárn og hafið klút staðsettan á milli straujárns og flíkur. ATH! Setjið aldrei straujárnið beint á flíkina!

Geymið alltaf miðana af garninu – þeir eru tryggingin þín! Ef kvartanir berast til okkar varðandi vörurnar okkar þá verðum við að fá miðann ásamt prjónaða stykkinu til þess að geta skoðað vandann.


Merkingar á garni

Air

DROPS Air
65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Alaska

DROPS Alaska
100% Ull
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Alpaca

DROPS Alpaca
100% Alpakka
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
AlpacaBoucle

DROPS Alpaca Bouclé
80% Alpakka, 15% Ull, 5% Polyamide
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Andes

DROPS Andes
65% Ull, 35% Alpakka
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
BabyMerino

DROPS Baby Merino
100% Ull
Superwash

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Belle

DROPS Belle
53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
BigMerino

DROPS Big Merino
100% Ull
Superwash

yarn care symbols

Ullarþvottur í þvottavél 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Bomull-Lin

DROPS Bomull-Lin
53% Bómull, 47% Hör

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Leggið flíkina flata til þerris
BrushedAlpacaSilk

DROPS Brushed Alpaca Silk
77% Alpakka, 23% Silki

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
CottonLight

DROPS Cotton Light
50% Bómull, 50% Polyester

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Leggið flíkina flata til þerris
CottonMerino

DROPS Cotton Merino
50% Ull, 50% Bómull
Superwash

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Delight

DROPS Delight
75% Ull, 25% Polyamide
Superwash

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Fabel

DROPS Fabel
75% Ull, 25% Polyamide
Superwash

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Flora

DROPS Flora
65% Ull, 35% Alpakka
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Handþvottur, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Glitter

DROPS Glitter
60% Cupro, 40% Málmþræðir

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C
Karisma

DROPS Karisma
100% Ull
Superwash

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Kid-Silk

DROPS Kid-Silk
75% Mohair, 25% Silki

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Lima

DROPS Lima
65% Ull, 35% Alpakka
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
LovesYou7

DROPS Loves You 7
100% Bómull

yarn care symbols

Þvottavél með vægri vindingu 40°C / Látið þorna flatt
LovesYou8

DROPS Loves You 8
100% Bómull

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Látið þorna flatt
LovesYou9

DROPS Loves You 9
100% Bómull

yarn care symbols

Þolir þvott í þvottavél við 40°C með lítilli vindingu/Leggist flatt til þerris
Melody

DROPS Melody
71% Alpakka, 25% Ull, 4% Polyamide
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
MerinoExtraFine

DROPS Merino Extra Fine
100% Ull
Superwash

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
Muskat

DROPS Muskat
100% Bómull

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Leggið flíkina flata til þerris
Nepal

DROPS Nepal
65% Ull, 35% Alpakka
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Nord

DROPS Nord
45% Alpakka, 30% Polyamide, 25% Ull

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Paris

DROPS Paris
100% Bómull

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél 60°C / Leggið flíkina flata til þerris
Polaris

DROPS Polaris
100% Ull
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Puna

DROPS Puna
100% Alpakka
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Handþvottur, kalt hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Safran

DROPS Safran
100% Bómull

yarn care symbols

Þvoið í þvottavél 40º með vægri vindingu / Leggið flíkina flata til þerris
Sky

DROPS Sky
74% Alpakka, 18% Polyamide, 8% Ull
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Handþvottur, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Snow

DROPS Snow
100% Ull
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
SoftTweed

DROPS Soft Tweed
50% Ull, 25% Alpakka, 25% Viscose
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Handþvottur, hámark 30°C / leggið flíkina flata til þerris
Wish

DROPS Wish
50% Alpakka, 33% Bómull, 17% Ull
Hentugt til þæfingar

yarn care symbols

Handþvottur, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris