Hvernig á að hekla lok á páskaeggi í DROPS Extra 0-1249
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum lítið lok á páskaeggi í DROPS Extra 0-1249. Við spólum hratt yfir toppinn/byrjunina á lokinu áður en við byrjum á mynsturteikningu A.1. Hér sýnum við hvernig þú heklar litamynstur, litaskipti og krabbahekl. Þetta páskaegg er heklað úr 2 þráðum DROPS Paris, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.
Til að sjá hvernig á að hekla botn á páskaeggi, sjá:Hvernig á að hekla botn á páskaeggi í DROPS Extra 0-1249