Hvernig á að prjóna eyrnaband með kaðli við miðju að framan
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum eyrnaband með kaðli við miðju að framan. Við höfum nú þegar fitjað upp X fjölda af lykkjum og prjónað stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN (= slétt í hverri umferð) í hvorri hlið. Prjónið samkvæmt ákveðnu máli frá mynstri, deilið stykkinu í tvennt, prjónið annan hluta á stykki að ákveðinni lengd, eftir það er hinn hlutinn prjónaður að sömu lengd. Setjið lykkjurnar af fyrri hlutanum til baka á prjóninn, en skiptið um stað á þessum tveimur hlutum þannig að eyrnabandið verði snúið við miðju á framhlið. Haldið áfram með stroff og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið til loka. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið eyrnabandið saman við miðju að aftan með því að sauma saman í hverja lykkju í affellingarkanti við hverja lykkju í uppfitjunarkanti. Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Klippið og festið enda.
Í myndbandinu notum við garnið DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.