Other

Myndbönd: 4
9:47
Hvernig á að prjóna eyra á mús í bókamerki í DROPS Extra 0-1576

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum eyra á músinni á bókamerkinu “Library Mouse“ í DROPS Extra 0-1576. Prjónið þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* í sömu lykkju þar til það eru alls 15 lykkjur fyrir eyra. Nú eru prjónaðar stuttar umferðir fram og til baka yfir eyrnalykkjurnar þannig: Snúið stykkinu, prjónið brugðið frá röngu þar til 1 lykkja er eftir, snúið, herðið á þræði, prjónið slétt frá réttu þar til 1 lykkja er eftir, snúið, herðið á þræði, prjónið brugðið frá röngu þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið, herðið á þræði, prjónið slétt frá réttu þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka þar til 5 lykkjur eru eftir í hvorri hlið, snúið, prjónið út umferðina frá röngu, snúið stykki og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu með tvöföldum þræði, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir annarri hverri lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) = 1 lykkja eftir. Prjónið 6 lykkjur slétt, í næstu lykkju er næsta eyra prjónað, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Þetta bókamerki er prjónað úr DROPS Alpaca, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.