frá:
950kr
per 50 g
Innihald: 100% Alpakka
Garnflokkur:
B (20 - 22 lykkjur)
/ 8 ply / DK / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 110 metrar
Mælt með prjónastærð: 4 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 l x 28 umf
Meðhöndlun: Handþvottur, kalt hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
/ Hentugt til þæfingar
Superwash: nei
Made in: Peru
Uppruni hráefnis: Alpakka frá Perú
Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 22.HPE.07484), Standard 100, Class II frá Hohenstein Institute. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class II þýðir að garnið hentar til að komast í beina snertingu við húðina að miklu leyti, svo sem í blússur, skyrtur, dýnur o.fl.
DROPS Puna er mjúkt, létt, hlýtt og fallegt garn úr 100% superfine alpakka sem er fullkomið í nánast hvaða flík sem er og er yndisleg viðkomu við húðina. Gert úr 4 þráðum superfine alpakka, trefjarnar eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum. Með þessu er haldið utan um gæði og eiginleika trefjanna jafnframt sem þetta gefur betri lögun og áferð.
Garnið er fáanlegt í fallegum náttúrulegum litum - þetta lúxus garn tilheyrir Garnflokki B, sem hentar vel í hönnun fyrir bæði DROPS Karisma og DROPS Merino Extra Fine.
Hvort sem þú prjónar eða heklar úr garninu, útkoman verður þægileg, létt og yndisleg bæði að horfa á og viðkomu.
Að auki, þá færðu fallega prjónaáferð með jöfnum lykkjum með því að bleyta flíkina.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Handþvottur, kalt hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
Í fyrsta lagi skaltu íhuga bara að viðra flíkina í stað þess að þvo hana. Ef þú vilt samt þvo flíkina þá eru hér nokkrar leiðbeiningar:
Athugið: Ef þú ert að þvo verkefni sem er úr þessu garni ásamt öðru, þá er almennt viðmið að fylgja þvottaleiðbeiningunum fyrir viðkvæmasta garnið sem þú ert að vinna með.
Skoðaðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu:
Needles: 4.00 mm
Fyrir: 20 l x 26 umf
Eftir: 22 l x 34 umf
Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ) um þetta garn.
1) Hvaða trefjar eru í DROPS garni?
Hægt er að framleiða garn úr mörgum náttúrulegum trefjum ásamt gerviefnum. DROPS er fyrst og fremst með garn úr ull, bómull, alpakka, hör, móhair og silki. Trefjarnar hafa sína eigin eiginleika og eru oftast blandaðar saman til þess að ná fram því besta úr hverri tegund. Gróft garn hefur þann eiginleika að vera sterkara og það þolir meira en fínna garn er mýkra og þægilegra. Hér að neðan eru smá útskýringar á trefjunum okkar sem við notum:
Alpakka:
Alpakka ullin hefur náttúrulegar trefjar frá alpakka og þær eru með samskonar áferð og trefjarnar frá sauðfjár ullinni. Mýktin kemur frá smáu þvermáli trefjanna sem er álíka og merino ullin. Þetta eru mjúkar, slitsterkar, fallegar og glansandi trefjar. Garn framleitt úr alpakka þæfist ekki vel og getur verði létt og þungt, eftir því hvernig það er spunnið. Garnið er samskonar og ullargarn af sauðfé en hlýrra, ertir húðina minna og hefur ekkert lanolin, sem gerir það ofnæmisfrítt. Alpakka garnið er til í 22 náttúrulegum litum, með fleiri en 300 litaafbrigðum frá fallega bláum – svörtum til brún – svörtum, hvítum, silfur og gráum litum.
Mohair:
Þessar trefjar koma frá Angóra geitinni og eru flokkaðar sem gæða trefjar. Mohair garnið er hlýtt eins og ullin, en mun léttari í vigt; slitsterk, hentar vel til litunar en ekki til þæfingar. Mohair trefjarnar hafa einnig sérstakan gljáa sem myndast þegar ljósið endurkastast á þá. Þrátt fyrir að þetta séu harðar trefjar, þá verður til mjög mjúkt og loftkennt garn við spuna og útkoman kemur fram í léttri og glansandi flík.
Ull:
Ullar trefjarnar koma frá ull af sauðfé og með frekar grófum trefjum. Tveir aðal kostir þessa trefja eru að trefjarnar halda vel hita og þæfast vel, sem er að þakka yfirborði trefjanna. Útlið á ullinni getur verið mismunandi eftir tegundum sauðfjárins.
Ull frá merino er talin vera besta gerðin af ull, trefjarnar eru fínar og mjög mjúkar. Öll merino ullin sem er í DROPS garni kemur frá Suður Ameríku er af frjálsum dýrum.
Hrein ný ull er ull sem kemur beint af dýrinu og hefur ekki verið endurunnin. Ull sem þolir þvott í þvottavél er blönduð með kemískum efnum til þess að hindra að trefjarnar tætist og gefi frá sér ló og þola þar af leiðandi þvott í þvottavél (sjá Superwash ).
Silki:
Trefjarnar í silki eru fínar og samliggjandi og eru framleiddar úr púpum frá silkifiðrildum eða því sem silkilirfan spinnur sig inn í. Silkilirfan er ræktuð en villt silki eða tussan silki er ekki hægt að rækta. Trefjarnar í silki eru einar af sterkustu náttúrulegu trefjunum og mynda frábært garn. Trefjarnar blandast vel með örðum trefjum, sérstaklega ull. Silkið er mjög fallegt þegar það er litað með náttúrulegum litum.
Plöntu trefjar:
Það eru til nokkrar tegundir af plöntu trefjum. Af öllum tegundum þá eru tvær tegundir mest notaðar við prjón og textílframleiðslu. Það er bómull og lín.
Bómull eru trefjarnar um fræið á bómullar plöntunni og eru nánast hreinn cellulosa. Bómullin er venjulegast hvít en það eru einnig til grænar og brúnar tegundir. Trefjarnar af bómull eru oftast spunnar í garn eða í þráð og eru notaðar til þess að gera mjúkan textíl sem andar og er gott að nota í sumarföt og fylgihluti. Garnið er veikari en silki en sterkari en ull.
Mercerized bómull er bómull sem hefur verið meðhöndluð. Þessi meðhöndlun gefur efni og garni úr bómull fallegan gljáa og glansar þar af leiðandi meira en hefðbundin bómull. Hún er einnig sterkari, tekur betur lit og gerir garnið ónæmara fyrir myglu og minkar ló. Meðhöndlunin gerir það að verkum að bómullin krumpast ekki og tapar ekki lögun eins mikið og ”hefðbundin” bómull.
Hör eru trefjar af stöngli hör-plöntunar. Hör trefjarnar eru frekar mjúkar, beinar og glansandi og verða fallegri með árunum. Hör er þægilegra að vera í en bómull þegar heitt er í veðri vegna þess að það hleypir frá sér raka og þornar fyrr en bómull.
Önnur efni notuð í garn innihalda gerviefni eins og akríl, viscose, polyamide (nylon) og polyester.
Polyamide trefjar, eru betur þekktar sem nylon, eru mjög sterkar, þægilegar, léttar, vinsælar (hægt að þvo í þvottavél og setja í þurrkara), teygjanlegar, henta vel til blöndunar með öðrum trefjum til þess að fá slitsterka útkomu eins og sokkagarn.
p>Í samanburði við polyester, polyamide er mýkra og teygjanlegra sem og einnig dregur í sig meira vatn og er lengur að þorna.3) Hvaða upplýsingar finn ég á miðum með innihaldslýsingu á DROPS garni?
Allir miðar með innihaldslýsingu á DROPS garni innihalda upplýsingar um innihald trefja (ull, bómull, o.s.frv), þyngd í grömmum, lengd í metrum, þvottaleiðbeiningum og táknum (skýringar hér), litanúmer og upplýsingum um garnflokk.
4) Hvað eru DROPS garnflokkar?
Allt DROPS garn er flokkað eftir grófleika í 6 mismunandi flokka (A to F). Garn í sama flokki hefur svipaða prjónfestu/lykkjufjölda og er því hægt að skipta um garn á milli mynstra; en lengdin getur verðið mismunandi, þannig að þegar skipt er um garn í mynstrum reiknaðu því alltaf út fjölda metra sem þarf að nota fyrir mynstrið til þess að vita hversu mikið af garni þú þarft.
5) Get ég notað annað garn en það sem er gefið upp í mynstri?
Já, svo lengi sem garnið gefur sömu prjónfestu/lykkjufjölda. Skiptu um prjóna til þess að fá sama lykkjufjölda í prjónfestu á breiddina og í umferðunum á hæðina eins og er gefin upp í mynstri.
Mundu að mismunandi garn gefur mismunandi áferð, flíkin fær annað útlit. Lengdin getur líka orðið önnur, þegar skipt er um garn reiknaðu alltaf út fjölda metra sem þarf í stykkið, til þess að vita hversu mikið garn þú þarft.
Lestu meira um hvernig á að reikna út magn á þeim garnmöguleika sem er gefinn upp – og hvernig á að skipta út 1 þræði af garni fyrir 2 þræði eða fleiri af öðru garni, hér.
6) Hvað þýðir að garn er “Superwash”?
Superwash ull er ull sem er sérstaklega meðhöndluð til þess að þola þvott í þvottavél. Margir forðast að vinna með ull þar sem hún er svo viðkvæm fyrir þæfingu en superwash ullin gefur þann möguleika að vinna með frábærum trefjum án þess að hafa áhyggjur af þessu. (Sjá nánar hér).
7) Hvað þýðir “Oeko-Tex® gæðavottun” ?
The Oeko-Tex® Standard 100 var kynnt í byrjun 1990 vegna kröfu almennings á svörum varðandi heilsuþáttum við gerð vefnaðarvara. The Oeko-Tex® Standard 100 er alþjóðlegur stuðull á samræmdar prófanir og vottunarkerfi á hráefni úr textíl, á millistigi og endi á vörum á öllum stigum framleiðslunnar. Prófanir á skaðlegum efnum sem samanstanda af efnum sem eru bönnuð eða stýrt með lögum, efnum sem vitað sé til að séu heilsusamlega skaðleg eða breitt sem eru með varúðarráðstöfun samkvæmt alþjóðlegum styrktarmörkum varðandi heilsu.
Nánari upplýsingar má sjá www.oeko-tex.com
10) Hversu nákvæmt er litakortið á vefsíðunni?
Við uppfærslu mynda á litakortunum gerum við okkar allra besta til þess að ná fram hæsta gæðaflokki af nákvæmni litanna. Því miður getum við ekki ábyrgst hvernig litagæðin koma fram á tölvuskjánum þínum. Hver skjár sýnir sinn lit, sumir litir gætu sýnst dekkri en þeir eru í raun og aðrir gætu sýnst mattari. Ef þú upplifir að margir litir af garninu okkar sýnast öðruvísi en á skjánum þínum, getur þú reynt að breyta stillingunum á skjánum þínum.
11) Hvað er micron? Hvað þýðir super fine / extra fine?
Fínleika garntrefja er mældur í míkronum (þúsundir millimetra). Ofurfín alpakkaull er 26-28 míkron. Fín merinóull er innan við 21,5 míkron og auka fín merínó er undir 19,5 míkron. Því minni míkron því mýkri og viðkvæmari geta gæðin verið, því fleiri míkron, því grófari gæði.
Ástæðan fyrir mikilvægi míkrona í trefjum garnsins er að garnið verður að lokum eitthvað annað og hversu viðkvæmt eða gróft garnið verður mun ákvarða að hluta til hvað við notum það í. Þess vegna mælum við með mjúku garni (eins og DROPS Baby Merino) fyrir ungbarnafatnað og við veljum að nota slitsterkara garn eins og DROPS Snow, fyrir sætispúða eða inniskó.
12) Afhverju eru litirnir í dokkunni minni með prentuðu garni mismunandi?
Ástæður fyrir því að tvær dokkur af sama prentaða garni líta öðruvísi út geta verið 1) að báðar dokkurnar eru hluti af mismunandi litunarlotum; 2) að dokkurnar hafi verið litaðar með tækni sem kallast „töfraprentun“ (tækni sem er notuð til dæmis við litun á DROPS Delight), sem veitir einstakt mynstur og slétt litaskipti á hvert dokku, sem þýðir einnig að í einu litanúmeri gætu birst afbrigði með ljósari eða dekkri litabrigðum. Þetta er engin galli eða mislitun, heldur hluti af persónuleika garnsins.
13) Verslunin mín er ekki með litinn sem ég þarf, hvað get ég gert?
Ef DROPS verslunin þín er ekki með litinn á garninu sem þú þarft, prófaðu að hafa samband við DROPS Super Store (verslanir með gullmerki) – þær verslanir koma til með að sjá til þess að nálgast litinn jafnvel þó að þær séu ekki með þennan lit á lager. Sjá lista yfir allar DROPS verslanir hér .
14) Hvar get ég fundið ákveðið litanúmer í lit?
Prófaðu alltaf að hafa fyrst samband við DROPS verslunina þína. Ef verslunin er ekki með litanúmerið sem þú vilt, þá mælum við með að spyrja aðra sem prjóna og hekla í DROPS workshop á Facebook eða Ravelry , sem gætu átt litanúmerið í fórum sínum og væru fúsir til deila því.
15) Af hverju fellir garnið trefjar?
Garn sem fellir er ekki með nægilegan snúning til að halda öllum trefjunum saman. Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem gætu fallið af meira eða minna, eftir því hvernig garnið er spunnið. Burstað garn („lengri ull“ ) eins og DROPS Melody, eru með fleiri af þessum lausu trefjum en annað garn og mun því fella meira. Þetta fer einnig eftir því hvaða flíkur maður hefur utan yfir og innanundir prjónuðu flíkinni, ef einhver flíkin dragi út trefjarnar. Þess vegna er því ekki hægt að ábyrgjast að trefjarnar falli ekki af.
Hér að neðan eru nokkur ráð um hvernig eigi að ná sem bestum árangri þegar unnið er með loðnara garn:
16) Af hverju hnökrar flíkin mín?
Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist einnig hjá trefjum í besta gæðaflokki. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og í handvegi og ermum á peysu.
Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökur/lóhreinsi.
Ef þig langar til að skipta út garni með öðru DROPS garni, þá getur þú notað annað garn í sama garnflokki, eða notað garn umreiknitöfluna okkar!!
Elisabeth wrote:
Hvorfor kan jeg ikke finde puna i unicolor ?
10.07.2023 - 15:36DROPS Design answered:
Hei Elisabeth. Det er kun farge 01 natur som er uni color i DROPS Puna, de andre fargene har en melering i seg og er mix farger. mvh DROPS Design
24.07.2023 kl. 09:42Katie wrote:
I want to use this yarn for making toys, am I able to obtain the GOTS certificate for this yarn?
23.04.2023 - 11:18DROPS Design answered:
Dear Katie, all available informations on this yarn are on the shadecard and will be updated as soon as there are changes. Happy knitting!
24.04.2023 kl. 10:54Nancy Heylen wrote:
Hallo, ik maak momenteel een werkje in Drops Puna maar de steken zijn niet mooi gelijkmatig, bij andere garens heb ik altijd mooie gelijkmatige steken maar bij deze wol lukt het niet. Ik gebruik naalden nr.4 en nr. 3,5. Ik brei dit werkje op rechte naalden in tricotsteek, de boordsteek ziet er iets beter uit maar is nog niet echt mooi. Kunnen jullie mij een tip geven om mooiere steken te hebben met dit garen? Dankjewel.
14.04.2023 - 08:20DROPS Design answered:
Dag Nancy,
Mijn eigen ervaring is ook dat de steken minder regelmatig zijn bij DROPS Puna. Wellicht helpt het om een dunnere naald te gebruiken, maar dan heb je gelijk ook weer een andere stekenverhouding.
08.05.2023 kl. 21:23Lindsay Robinson wrote:
When you say the yarn is only washed and untreated, does this relate to the processing only. Are these yarns dyed after processing?
22.03.2023 - 10:40DROPS Design answered:
Dear Lindsay Robinson! DROPS Puna yarns are not dyed, they are all natural colours. A sentence about yarn lot is an automated sentence on every colour card.
27.03.2023 kl. 13:42Christiane wrote:
Pourquoi avez-vous arrêté les coloris de Puna (rose, violet,...) et prevoyez-vous de les remettre dans la gamme ? Ces coloris étaient très jolis !
15.02.2023 - 10:07Anna wrote:
Hei, Onko tämä Puna-lanka poistumassa valikoimasta? Sitä on todella vaikea löytää enää mistään, onko uusia eriä tulossa kauppoihin jossain vaiheessa?
27.12.2022 - 13:12DROPS Design answered:
Hei, lanka ei ole poistumassa valikoimasta. Alpakkalankojemme alekampanjan yhteydessä lanka myytiin loppuun, mutta sitä on nyt saatu lisää varastoon ja uusia eriä on saapumassa kauppoihin.
13.01.2023 kl. 13:18Luis wrote:
Ho acquistato tempo fa il filato Puna, che molto apprezzo per la sua morbidezza. Con disappunto, tuttavia, nel bel mezzo di un gomitolo, esso ha cambiato colore! Da verde petrolio a verde chiaro!!! Non è stata una sorpresa gradita!
02.09.2022 - 08:45DROPS Design answered:
Buongiorno Luis, ci dispiace per il problema che ha riscontrato con DROPS Puna: contatti il rivenditore da cui ha acquistato il filato che provvederà a fare l'opportuna segnalazione. Buon lavoro!
06.09.2022 kl. 16:33Wollfühlladen wrote:
Ich habe noch fast alle bunten Farben von Puna vorrätig. Auf meiner honepage kann man sie sehen. Einfach bei Wollfühlladen bestellen.
21.08.2022 - 00:48Lhardy Nathalie wrote:
Bonjour j'aimerais savoir si il vous resterait 1 à 2 pelotes de laines Puna colori 2 natural mix bain 7C9481 ? Si non a qui je peux m'adresser ? Merci beaucoup
31.07.2022 - 11:44DROPS Design answered:
Bonjour, nous n'avons pas d'informations sur le stock de lots spécifiques. Vous devez contacter votre magasin habituel ou tout magasin DROPS qui expédie en France, vous pouvez trouver une liste ici :https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=8&cid=8. Bon tricot!
31.07.2022 kl. 20:32Giulia wrote:
Cosa significa la dicitura “puó essere infeltrito”,in riferimento ad un filato?
27.07.2022 - 15:25DROPS Design answered:
Buongiorno Giulia, quando c'è quella dicitura vuol dire che il filato può essere utilizzato per capi che poi verranno infeltriti, come borse, pantofole, decorazioni...Buon lavoro!
28.07.2022 kl. 15:59Hansson wrote:
Hej, Finns inte längre färgen Puna nr 16 till salu?
13.07.2022 - 15:56DROPS Design answered:
Hej. Nej den har dessvärre utgått ur sortimentet, men det kan hända att vissa återförsäljare fortfarande har den kvar. Mvh DROPS Design
14.07.2022 kl. 13:26Kristbjörg Kemp wrote:
Get ég pantað hjá ykkur Drops puna natural 01. Mig vantar 750 gr.
04.07.2022 - 19:57DROPS Design answered:
Blessuð Kristbjörg. Efst á síðunni okkar finnur þú hlekk sem vísar á DROPS verslanir á Íslandi. Endilega hafðu samband við þær. Margar þeirra eru með netverslun. Gangi þér vel.
18.07.2022 kl. 14:34Anique wrote:
Zo jammer dat jullie de mooiste kleuren uit het assortiment hebben gehaald. De naturel kleuren staan niet iedereen. Dit was mijn favoriete garen. Nu moet ik bij een ander merk een vergelijkbaar garen gaan zoeken
27.06.2022 - 19:06Mascha wrote:
Moin! Ich möchte handgefärbtes Garn (100 % Merino mit wildem Farbwechsel) in einem Fair-Isle-Pullover verwenden. Dazu brauche ich ein neutrales Kontrastgarn. Ist Drops Puna dafür geeignet? Oder sollte ich lieber Drops Soft Tweed wählen? Oder besser ein anderes Garn?
07.06.2022 - 09:22DROPS Design answered:
Liebe Mascha, je nach der gewüschten Ergebnis können alle Garne der Garngruppe B alternative sein, am besten wenden Sie sich an Ihrem DROPS Laden, dort kann man Ihnen besser und persönnlicher - auch telefonisch oder per E-Mail - weiterhelfen. Viel Spaß beim stricken!
07.06.2022 kl. 10:52Ann Engdahl wrote:
Var har den vackra rosa färgen i Puna tagit vägen? Jag önskar se den igen och gärna nån blå nyans också. Ett underbart garn 🙂
06.06.2022 - 20:20DROPS Design answered:
Hej Anne, naturfarverne i DROPS Puna er de absolut mest populære. Har du ønsker, så må du gerne referere til en rosa eller blå fra en anden DROPS kvalitet
08.06.2022 kl. 15:26Anne-Mette wrote:
Når der står "Tøjet kan med fordel få en enkel vask" menes der da i vaskemaskinen eller?
27.05.2022 - 13:38DROPS Design answered:
Hej Anne-Mette. Vi anbefaller håndvask, koldt vand max 30°C till detta garn. Mvh DROPS Design
27.05.2022 kl. 14:15Paula Perez wrote:
Buenos dias, para acabar una labor necesito dos ovillos drops puna color 09 (rosa clarito). Volvereis a tener? Lo puedo encargar? Gracias de antemano
22.04.2022 - 10:34DROPS Design answered:
Hola Paula, este color está ya descontinuado hace tiempo, por lo que ya no está disponible en el almacén. Pero puedes contactar directamente con las tiendas DROPS para ver si les quedan unidades de este color. Puedes ver aquí las tiendas con envío a España: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=23&cid=19
23.04.2022 kl. 16:57Victoria Kaldager wrote:
Dette er et fantastisk garn for oss som tåler dårlig ullgarn !!! Mykt og godt mot huden og det klør IKKE. Godt å strikke med og har brukt Karisma oppskrifter med hell. Ser nå at flere farger utgår og det er synd. Har alltid håpet på flere fargevalg. Hva skjer nå med Puna???
17.02.2022 - 16:42DROPS Design answered:
Hei Victoria. Skulle ønske at flere delte din glede for garnet, slik at vi kunne ha mange fantastiske farge i denne kvaliteten. Men dessverre er det ikke det og nå satses det kun på "jord/natur" farger i DROPS Puna. mvh DROPS Design
21.02.2022 kl. 08:17Lieve wrote:
Ik vind het spijtig dat de mooiste kleuren uit het assortiment zijn. Zeker om iets te breien voor meisjes. Ik vind het garen super.
01.02.2022 - 11:29SRoth wrote:
Liebes Garnstudio Team, es ist so schade, dass die Punawolle nicht mehr in bunt angeboten wird! Ich habe noch Reste, je 2 Knäuel, in Pflaume (Farbnr. 11) und blau (Nr. 14) - damit komme ich leider nicht weit. Jetzt wollte ich für ein neues Projekt nachbestellen und sehe, dass es die Farben gar nicht mehr gibt. Ich liebe die Qualität dieses Garns, ist denn geplant, die Farbpalette irgendwann wieder zu erweitern? Viele Grüße!
31.01.2022 - 16:50Bettina Lukoschewitz wrote:
Hej jeg vil gerne bruge jeres drops puna som alternativ garn . Det garn produkt som anbefales til min opskrift er puna garn fra gepard garn men har lidt svært ved at regne ud om det er brugbart og hvor meget jeg skal bruge . Af puna fra gepard garn skulle jeg bruge 15 gange 50 gram . Kan i hjælpe mig 🙏🏼🙏🏼
29.01.2022 - 17:06DROPS Design answered:
Hei Bettina Selv om de har neste samme navn betyr det ikke at de er like. Dette er et garn jeg ikke kjenner til. Om det er blowgarnet Puna fra Gepard, passe nok DROPS Air (også et blowgarn) bedre enn DROPS Puna. (15 nøster med blowgarnet Puna fra Gepard = 1650 meter. For å få 1650 meter med DROPS Air trenger du 11 nøster og med DROPS Puna trenger du 15 nøster). DROPS Air og DROPS Puna har forskjellige tykkelse og strikkefasthet, så sjekk hva som passer best til Puna fra Gepard. mvh DROPS Design
31.01.2022 kl. 12:29Christiane Klenke wrote:
In meinem Laden sind die Farben alle noch vorrätig. Bestellen Sie bei Wollfühlladen.
26.01.2022 - 01:32Tuija wrote:
Olisin kysynyt mitkä on nuo ruskean värit puna langasta ensimmäisessä kuvassa?
23.01.2022 - 13:01Andrea Ludewig wrote:
Guten Morgen an das DROPS-Team, Geht die DROPS-Puna aus dem Sortiment, oder haben Sie nur die Fraben reduziert? Sind neue Farben zu erwarten? Liebe Grüße Andrea
17.01.2022 - 08:57
Veronica Fransson wrote:
Hej! Kan ni göra detta garnet i många olika färger. Silke/alpackagarnet var det finaste garnet ni gjort. Man kan också blanda merionull och alpacka. Sen behövs ett tjockare sockgarn. Sen önskemål om annan tjocklek på garn, ca 137 m. Jag har en konstnärlig utbildning på 5 år, så om ni behöver någon hjälp med att ta fram färger så kan jag hjälpa till.
18.11.2023 - 14:19