Hvernig á að prjóna vöfflumynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum vöfflumynstur í teppinu A Patch of Comfort í DROPS 157-21. Í myndbandinu höfum við þegar prjónað smá stykki til þess að sjá mynstrið betur. Við byrjum á umferð 2.
UMFERÐ 1 (ranga): slétt fá röngu.
UMFERÐ 2 (rétta): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið niður lykkju af vinstri prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 3 (ranga): 2 lykkjur slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið þá lykkju slétt saman með lykkju af prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 4 (rétta): 2 lykkjur slétt, * 1 lykkja slétt, prjónið 1 lykkja slétt í lykkju frá fyrri umferð og sleppið síðan niður lykkju af vinstri prjóni *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt.
UMFERÐ 5 (ranga): 2 lykkjur slétt, * takið upp lykkjuna sem liggur í kringum lykkju og prjónið hana slétt saman með lykkju á prjóni, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt. Endurtakið umf 2-5. Þetta teppi er prjónað úr DROPS Nepal, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.