Hvernig á að prjóna perluprjón tvöfalt á hæðina

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við aðferð með perluprjóni sem er tvöfalt á hæðina. Hér sýnum við eina útgáfu þar sem prjónuð er önnur hver lykkja slétt og önnur hver lykkja brugðin á breiddina og 2 slétt og 2 brugðnar yfir hverja aðra á hæðina. Við prjónum eina kantlykkju á hvorri hlið með garðaprjóni (slétt í öllum umferðum).
Til þess að mynstrið sjáist vel, höfum við nú þegar prjónað ca 5 cm áður en við höldum áfram með þessari aðferð:
PERLUPRJÓN: TVÖFALT Á HÆÐINA:
(munið eftir að prjóna kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið).
UMFERÐ 1: * Prjónið 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*
UMFERÐ 2: Prjónið slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið.
UMFERÐ 3: * Prjónið 1 lykkju brugðna, 1 lykkju slétt *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 4: Prjónið brugðið yfir brugðið og slétt yfir slétt.
Haldið áfram með þessar 4 umferðir.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

Tags: perluprjón,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Athugasemdir (2)

Arlette Stupa 20.01.2017 - 14:40:

Je me remet au tricot j'adore mais les yeux ne sont plus ce qu'ils étaient alors je dois relire plusieurs fois Merci

Anne 20.09.2014 - 12:08:

Leider habe ich das Pech,das gestrickte Teil im großen Perlmuster schief ist. Gibt es einen Trick wie man das ändern kann. Wer kann mir helfen?

DROPS Design 20.10.2014 - 09:50:

Liebe Anne, versuchen Sie vielleicht einmal die linke Masche auf andere Art zu stricken, das könnte ein Grund sein. In unseren Videos zeigen wir 3 Methoden linke Maschen zu stricken.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.