Hvernig á að prjóna spennandi áferðamynstur í DROPS 194-5

Keywords: mynstur, peysa, áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum smá hluta af áferðamynstri í peysu í DROPS 194-5. Þessi aðferð er einnig notuð í öðrum mynstrum. Í mynstrinu prjónar maður hringinn, en í þessu myndbandi þá prjónum við einungis frá hægri til vinstri og sýnum einungis 3 umferðir af mynsturteikningu, sjá mynsturteikningu merkta með rauðum.
Umferð 1 er prjónuð þannig: (svartur þríhyrningur sem nær yfir 3 rúður í mynsturteikningu): = þræðið hægri prjón í gegnum miðju af 3 lykkjum slétt 4 umferðum að neðan, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið þráðinn til baka að réttu, uppslátturinn má ekki vera of stífur, prjónið 3 lykkjur slétt, þræðið hægri prjóni í gegnum sömu lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn og dragið þráðinn til baka að réttu.
Umferð 2 er prjónuð þannig (strik yfir 5 rúður) = takið 1. lykkjuna óprjónaða (= uppslátturinn sem var gerður frá fyrri umferð) eins og prjóna eigi hana slétt, 3 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða (= uppslátturinn sem var gerður í fyrri umferð) eins og prjóna eigi hana brugðna.
Umferð 3 er prjónuð þannig: 1.-3 og 5. svartur þríhyrningur yfir 2 rúður = prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman.
2.-4. og 6. svarti þríhyrningur yfir 2 rúður = prjónið 2 lykkjur slétt saman.
Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (3)

Kirsten Humble wrote:

Der står jeg skal tage ind hver 4. Omg 5 gange og hver 2. Omg 10 gange. Skal jeg gøre det samtidig? Eller skal jeg først tage ind hver 4. Omg og derefter hver 2. Omg?

25.02.2020 - 19:56

DROPS Design answered:

Hej Kirsten, du tager først ind på hver 4.omg og herefter på hver 2.omgang. God fornøjelse!

26.02.2020 - 13:02

Carina Jakobsen wrote:

Hej! På mönster beskrivningen markeras det med svarta rutor. Dessa beskrivs som ingen maska eftersom den minskades tidigare. Utan jag ska gå vidare till nästa symbol. Men jag har inte gjort någon tidigare minskning eller är det avkastningen vid armhålan dom menar. Mönster stickas på 5 maskor på fram/bakstycke samt 5 maskor på ärm. Tänker jag rätt? Vänligen Carina

30.09.2019 - 12:18

Itaka wrote:

Hasta el gorro de que todas los vídeos explicativos sean en método continental, muy harta..

29.08.2018 - 09:22

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.