Hvernig á að prjóna tveggja lita Royal Quilting mynstur

Keywords: áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tveggja lita ROYAL Quilting mynstur. Fitjið upp fjölda lykkja sem hægt er að deila með 6+3 með lit A.1. Í þessu myndbandi höfum við fitjað upp 18+3 lykkjur með lit A með DROPS Snow.
Umferð 1: RANGA, litur A, prjónið 2 brugðnar lykkjur, * passið uppá að þráðurinn sé nú á réttunni, steypið 5 næstu lykkjum frá vinstri prjóni eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðin * (það kemur til með að myndast lykkja frá réttu yfir 5 lykkjur sem voru steyptar yfir) endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju brugðna.
Umferð 2: RÉTTA, litur B, prjónið allar lykkjur slétt.
Umferð 3: RANGA, litur B, prjónið allar lykkjur brugðnar.
Umferð 4: RÉTTA, litur A, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 3 lykkjum frá vinstri prjóni eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, prjónið næstu lykkju slétt saman með lykkju sem var gerð í 3 umferð að neðan. * steypið yfir 5 lykkjur frá vinstri prjón eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, prjónið saman næstu lykkju með lykkju sem var gerð í 3 umferð að neðan *, endurtakið frá *-* þar til fjórar lykkjur eru eftir. Steypið yfir 3 lykkjum frá vinstri prjóni eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, 1 lykkja slétt.
Umferð 5: RANGA, litur A, leggið þráðinn að réttu, steypið yfir 3 lykkjur frá vinstri prjóni eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðin, * leggið þráðinn að réttu, steypið yfir 5 lykkjur frá vinstri prjóni eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-* þar til lykkjur eru eftir, steypið yfir 3 lykkjur frá vinstri prjóni eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, 1 lykkja brugðin.
Umferð 6-7. Endurtakið umferð 2-3.
Umferð 8: RÉTTA, með lit A, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu lykkju slétt saman með lykkju sem var gerð 3 umferðum að neðan, * steypið yfir 5 lykkjur frá vinstri prjóni eins og prjóna eigi þær brugðnar yfir á hægri prjón, prjónið saman næstu lykkju með lykkju sem var gerð 3 umferðum að neðan *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið síðustu lykkju slétt.
Endurtakið umferð 1-8 að óskaðri lengd. Vínrauða og bleika prjónaprufan er prjónuð úr DROPS Cotton Merino.

Athugasemdir (7)

Rosa wrote:

Hola! Me podía decir en qué proporción de lana del color A y del B hay que utilizar?

20.01.2021 - 12:30

DROPS Design answered:

Hola Rosa, no se exactamente. Tienes que hacer una muestra para juzgarlo. Buen trabajo!

29.01.2021 - 18:09

Rosa wrote:

Hola! Me podía decir en qué proporción de lana del color A y del B hay que utilizar?

20.01.2021 - 12:29

DROPS Design answered:

Hola Rosa, no se exactamente. Tienes que hacer una muestra para juzgarlo. Buen trabajo!

29.01.2021 - 18:10

Katharina wrote:

Till Victorias kommentar: Jag har följt mönstret till punkt och pricka men det blev hela tiden fel i varv 5 - har repat upp SÅ många gånger. Kollade på videon och ja, du har rätt, det är fel i mönstret. Varv 5 måste börja med en avig maska. Tack för att du uppmärksammade det, jag höll på att bli galen!

19.01.2021 - 15:34

Patricia Olivia Fuchs wrote:

Ich habe bereits herausgefunden, wie man es in der Runde strickt, jedoch gibt es einen unschönen Rundenübergang. Haben Sie einen Tipp? Oder gar ein Video für das Stricken dieses Musters in Runden? Ich habe das gesamte Internet durchsucht, aber alle zeigen es nur in Reihen :-(

26.12.2020 - 15:57

DROPS Design answered:

Liebe Frau Fuchs, vielleicht können Sie mal versuchen, dieses Muster mit einer anderen Masche anzufangen, so daß der Rundübergang schöner wird? Manchmal sind einige Muster einfacher in Reihen als in Runden zu stricken. Viel Spaß beim stricken!

05.01.2021 - 13:03

Helga Ferreira wrote:

Olá ! Eu quero tricotar uma gola com este ponto em agulha circular, para que não tenha costuras. Em circular o ponto é igualmente 6 pontos + 3? Obrigada!

03.12.2019 - 04:19

DROPS Design answered:

Olá, Sim, em circular, este ponto também é múltiplo de 6 + 3. Bom tricô!

13.12.2019 - 11:04

Victoria wrote:

Min fråga gäller Varv nr5 Avigsidan. I videon börjar detta varv med en stickad am men i beskrivningen står inte denna maska med utan varv 5 börjar direkt med 3 maskor som ska lyftas avigt. Vilket är rätt?

18.09.2018 - 20:36

DROPS Design answered:

Hej Victoria, du följer mönstret och får tips i videoen. Lycka till :)

30.10.2018 - 13:50

Liane wrote:

Hej jeg vil høre om man kan bruge dette mønstre til pulsvarmer og pulsvarmer er på 48 masker?

16.09.2018 - 05:59

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.