Hvernig á að prjóna stroff með útauknum lykkjum og í klukkuprjóni

Keywords: hringprjónar, jakkapeysa, kantur, peysa, stroffprjón, toppur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum stroffkant þar sem endað er með útauknar lykkjur í klukkuprjóni. Við höfum nú þegar prjónað 3 cm stroff með 1 lykkju snúna slétt, 2 lykkjur brugðið og byrjum myndbandið á að sýna hvernig við prjónum í lykkju fyrir neðan þessa snúnu sléttu lykkju (þ.e.a.s. í lykkju frá fyrri umferð), í þessa lykkju er prjónað 1 lykkja slétt, 1 uppsláttur, 1 lykkja slétt (2 lykkjur fleiri), eftir það eru prjónaðar 2 lykkjur brugðið saman (1 lykkja færri). Þetta er endurtekið umferðina hringinn. Eftir það er prjónað klukkuprjón að réttu máli, síðan er fellt laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Lisa wrote:

Buongiorno, faccio riferimento al video "Come lavorare un bordo a coste con aumenti e coste inglesi". Grazie mille!

06.12.2022 - 08:06

DROPS Design answered:

Buonasera Lisa, deve proseguire alternando i 2 ferri a coste inglesi. Buon lavoro!

11.12.2022 - 22:15

Lisa wrote:

Buonasera, non capisco come continuare dopo il quinto giro, ancora 2 maglie insieme a diritto, 1 gettato e un tolto oppure 1 gettato, 1 tolto e 2 maglie insieme a rovescio? Grazie mille!

05.12.2022 - 19:50

DROPS Design answered:

Buonasera Lisa, a quale modello sta facendo riferimento? Buon lavoro!

05.12.2022 - 21:47

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.