Hvernig á að prjóna langar lykkjur í mismunandi lengdum

Tags: týndar lykkjur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna mynstur með löngum lykkjum í mismunandi lengdum. Í myndbandinu sýnum við fyrst hvernig prjónaðar eru langar lykkjur með 1 uppslætti og síðan á eftir því með 2 uppsláttum til þess að fá mismunandi lengdir á löngu lykkjurnar. Við höfum þegar prjónað eina einingu af hvoru til þess að mismunurinn verði sýnilegri.
UMFERÐ 1: Í myndbandinu sýnum við hvernig prjónað er til skiptis 1 lykkja slétt, slegið uppá prjóninn út umferðina.
UMFERÐ 2: Prjónið 1 lykkju slétt, sleppið niður uppslættinum af prjóninum, endurtakið út umferðina.
UMFERÐ 3: Prjónið til skiptis 1 lykkju slétt, 2 uppslættir út umferðina.
UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, sleppið niður báðum uppsláttunum af prjóninum, endurtakið út umferðina.
Nú sést augljóslega hversu langar lykkjurnar verða með því að slá fyrst einu sinni uppá prjóninn og síðan tvisvar sinnum uppá prjóninn.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (4)

Sandy 18.10.2019 - 22:56:

I really love this look. Can you make an infinity scarf with this pattern? And of so, what types of yarns do you suggest

DROPS Design 21.10.2019 - 14:05:

Dear Sandy, you will find a range of pattern using the dropped stitches method here. Happy knitting!

Laura 16.09.2019 - 00:02:

I sent another message but wrong email address to get your reply! What’s the yarn used on this video?? Thank you in advance!

DROPS Design 16.09.2019 - 15:10:

Dear Laura, we used DROPS Eskimo in this video. Happy knitting!

Laura 16.09.2019 - 00:01:

What’s the yarn used on this video?? Is exactly what I’m looking for for a project I have in mind! Thank you in advance ;)

DROPS Design 16.09.2019 - 15:10:

Dear Laura, we used DROPS Eskimo in this video. Happy knitting!

Elena 01.07.2015 - 20:11:

Muy bien explicado. Gracias!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.