DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Mynstur kennslumyndbönd

Við höfum nokkur hundruð skref-fyrir-skref kennslumyndbönd til að leiðbeina þér við að prjóna og hekla nokkur af vinsælustu mynstrunum okkar.

Myndbönd: 983
8:16
Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að ganga frá teppi í DROPS 163-1. MEIRI FRÁGANGUR: Heklið alls 26 ferninga í hring, í myndbandinu höfum við bara heklað 5 ferninga í hring. Staðsetjið ferningana þannig að þeir mynda “ramma”. Það eiga að vera 4 hring-ferningar meðfram hvorri skammhlið á teppinu, 7 hring-ferningar meðfram hvorri langhlið á teppinu og 1 hring-ferningur í hverju horni. Saumið ferningana saman tvo og tvo með smáu spori – saumið kant í kant með einu spori í hverja fl og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Heklið 1 umferð með fastalykkjum að innanverðu á rammanum (heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju). Leggið rammann í kringum teppið og saumið niður fastalykkju umferðir á ramma við kant með kúlum – saumið kant í kant með smáu spori og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan. Til að sjá hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1, sjá; Hvernig á að hekla ömmuferning í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að sauma ömmuferningana saman sjá; Hvernig á að sauma ömmuferninga saman í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant með kúlum, sjá:Hvernig á að hekla kant með kúlum í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla ferning í hring, sjá: Hvernig á að hekla ferning í hring í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að hekla kant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að hekla kant í kringum teppi í DROPS 163-1 Til að sjá hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppið, sjá:Hvernig á að gera sólfjaðrakant í kringum teppi í DROPS 163-1

7:10
Hvernig á að gera blómahengi (fléttað) í DROPS Extra 0-1142

Í þessu DROPS myndbandi sýnir hversu auðvelt er að gera fallegt blómahengi. Fyrst höfum við heklað botninn með tvöföldum þræði Paris, síðan höfum við mælt upp 6 lengdir með tvöföldum þræði ca 200 cm í hverjum lit. Þræðið hvern enda með 6 þræði í hvern af 6 loftlykkjubogum og brjótið lengdirnar saman tvöfaldar (= 12 þræðir). Fléttið síðan alla 6 lengdirnar (= 12 þræðir = 1 flétta x 6 fléttur í kringum botninn). Hnýtið síðan saman 2 og 2 fléttur, fylgið myndbandinu til frekari skýringar. Stærð/form á blómahengi sem á að nota ákveður hversu mikil fjarlægð þarf að vera á milli hnúta. Hnýtið saman alla þræðina í endann og látið annað hvort vera dúsk eða festið alla þræði 1 og 1 eftir hnútinn. Botn: Heklið 4 loftlykkjur með 2 þráðum Paris og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, 8 fastalykkju um hringinn. Endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: 3 loftlykkjur (koma í stað 1 stuðuls), 2 stuðlar í fyrstu fastalykkju, 3 stuðlar í hverja fastalykkju umferðina hringinn, endið á 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferð. UMFERÐ 3: Heklið * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla, heklið 2 fastalykkju í hvern af næstu stuðlum *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar og endið á 2 loftlykkjum, hoppið yfir 2 stuðla, heklið 1 fastalykkju og endið á 1 keðjulykkju í næsta stuðul = 6 loftlykkjubogar, klippið frá og festið enda. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

4:01
Hvernig á að gera blómahengi í DROPS Extra 0-1141

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að gera einfalt en fallegt blómahengi. Við höfum notað 3 mismunandi liti í DROPS Cotton Light (lime nr 29, khaki nr 12 og brúnn nr 22). Gerið snúruna þannig: Klippið 1 þráð í hverjum lit 600 cm langa, leggið þá saman tvöfalda og tvinnið saman þar til þeir taka í, leggið snúruna tvöfalda þannig að hún tvinni sig aftur saman. Snúran verður ca 105 cm löng (í myndbandinu tvinnum við mun styttri snúru). Gerið eina snúru þar sem þræðirnir (einn af hverjum lit) er 1200 cm. Hnýtið hnút með allar 6 snúrurnar í öðrum endanum, þannig að það verði einn dúskur ca 12 cm. Hnýtið síðan saman snúruna 2 og 2, fylgið myndbandinu til frekari útskýringa. Stærðin/formið á blómakrukkunni sem á að nota ákveður bilið á milli hnúta sem þarf að vera frá hverjum öðrum. Ca 20 cm frá enda er langa snúran notuð til þess að snúa hringinn á hinum 5 snúrunum. Snúið hringinn þar til það er ca 2,5 cm eftir. Leggið snúrurnar sem eru saman snúnar tvöfalda, haldið áfram að snúa í kringum allar 11 með löngu snúrunni og festið síðan löngu snúruna við hinar snúrurnar (saumið inn enda 2 og 2 saman). Þetta blómahengi er gert úr DROPS Cotton Light, við notum sama garn í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.